
Þegar einhver fer að gráta yfir ketti þá hugsa ég alltaf, æi hvaða væl er þetta, þetta var nu bara köttur. En svona hugsa ég ekki meir. Okkar kisi hann Sófus var einn af fjölskyldunni, hann kúraði hjá okkur í sófanum, sló mann í hausinn þegar maður var að tæma uppþvottavélina, hoppaði á trampólín með börnunum, lék sér við hvolpana og Lady. Þetta var einstaklega sérstakur köttur sem elskaði að flatmaga í sófanum og helst liggja á bakinu með lappirnar uppí loftið. Ég og René erum einmitt oft búin að tala um það hvað Sófus er sérstakur...eða var.
Allavega, við fjölskyldan komum heim frá Jensens Böfhus í gærkveldi, æðislegt kvöld og allir glaðir. En þegar við komum heim lá Sófus í vegkantinum....búið að keyra yfir hann. Svona er lífið hérna á Dybdalvej.
Annars gengur allt sinn vanagang hérna hjá okkur, ég er komin í sumarfrí núna en er að berjast við tannpínu eins og er. En er að fara til tannsa í dag..
Knús
Dóra