lørdag den 22. maj 2010

Akureyri


Jæja, ferðin til Íslands var alveg yndisleg. Það var líka skemmtileg upplifun að fljúga frá flugvellinum á Akureyri, þótt ég hefði lent í smá ævintýri í Skotlandi án vegabréfs!! Verð að fara að endurnýja vegabréfið mitt, það rann út fyrir þremur árum!
Annars gengur ágætlega hjá okkur, ekkert nýtt að frétta eins og er. Jú, litlu ormarnir mínir helltu öllu meikinu mínu í sápuna inná baðherbergi, svo þegar ég fór að þvo mér um hendurnar kom bara brún "drulla". Manni leiðist nú aldrei með svona prakkara inná heimilinu....
Viktoríu er búið að ganga mjög vel í skólanum, svo bráðum á hún bara eitt ár eftir í stúdentinn. Sara er að brillera í sínum skóla og verður spennandi að sjá, hvort hún fari í ML.
Bless í bili

Dóra
Posted by Picasa