mandag den 6. december 2010

Vetrarlegt í Danmörku


Veturinn er svo sannarlega kominn til okkar, í öllu sínu veldi! Það er mjög fallegt veðrið hérna eins og er, sólskin og snjór yfir öllu. Allt mjög jólalegt...
Annars er allt fínt að frétta af okkur hér á Jótlandi, krökkunum gengur vel í skólanum og Viktoría er að fara að taka bílprófið í dag. Svo kemur Sara heim á sunnudaginn, og þá er öll fjölskyldan sameinuð aftur.
Ég er sjálf að reyna að finna mér eitthvað að gera, það er mjög erfitt að fá vinnu hérna eins og er, svo ég er bara dugleg að fara í labbitúra og hreyfa mig. Svo er reyndar alltaf nóg að gera þegar maður er með stórt heimili..
Knús í bili
Posted by Picasa