Jæja, látum okkur nú sjá hvort þú kíkir hingað í bráð...hehe. Allt fínt að frétta hérna, skólinn að byrja hjá öllum og það er bara gott mál. Svo er kominn nýr fjölskyldumeðlimur líka, hann heitir King og finnst svaka gaman að pissa á gólfin hérna. ARG! Hann og mamma hans hún Lady hafa það voða gott saman, svo ætli við getum ekki allavega reynt að ala hann pínu upp. Ég skelli inn myndum bráðum, knús og sérstaklega til þín Anna min. Takk fyrir frábært spjall um daginn, það var gott að heyra í þér og ykkur.
Dóra