lørdag den 13. marts 2010

Þá er snjórinn loksins að bráðna


Jæja, þá er snjórinn á endasprettinum þennan veturinn, og við erum farin að sjá gras og annað slíkt í fyrsta skiptið í marga mánuði. Það lá greni fyrir utan útidyrahurðina okkar, en það var síðan á þorláksmessu þegar við vorum að klippa jólatréð til. Það hefur snjóað síðan og þess vegna liggur allt mögulegt ennþá útum allar trissur.
Annars er allt fínt að frétta af okkur, ég er búin að læra að halda mig heima fyrir og tala ekki við fólk eins og er, eða allavega sumt fólk. Ég lifi eftir þeirri filosofi að koma fram við aðra eins og ég vil að aðrir komi fram við mig (held að það hafi verið pabbi sem kenndi mér það..hihi) og mér finnst bara fólk búið að vera einstaklega leiðinlegt undanfarnar vikur. Sem þýðir að það fólk hefur greinilega ekki lært að koma vel fram við aðra! Svo ég læt það bara eiga sig.
Fékk yndislega heimsókn í gær, hún Fríða mín kom með börnin og var hjá okkur í algjörri hygge hygge, með kökur og kaffi. Svoleiðis á lífið að vera!!
Knús á þá sem enn lesa bloggið mitt.. held ekki að þið séuð mörg;-)
Dóra.
Posted by Picasa

7 kommentarer:

Unknown sagde ...

ég les það!! :) alltaf gaman að lesa fréttir af ykkur :)
knús á ykkur :)

Dóra sagde ...

Þú ert líka yndisleg alltaf Hófí mín!! Gott að ég er bráðum að koma heim...verður yndislegt að geta séð þig oftar. Knús

Anonym sagde ...

Ég les það sko ! knús Dóra mín heyrumst fljótlega :) Bríet

Dóra sagde ...

Þú ert einmitt LÍKA yndisleg Bríet mín!! Hlakka til að koma heim í sumar...

Hófí Fjóla..:) sagde ...

hvenær kemuru í sumar? og hvað verðuru lengi ? :)

Dóra sagde ...

Ég kaupi miða aðra leiðina í þetta skiptið.... Nu er det nu!! En ég tala ekki hátt um það enn... get samt ekki BEÐIÐ!!!

Hófí Fjóla..:) sagde ...

jejjj hlakka til að hitta ykkur!! :) aðraleiðina!!! úúú :)