onsdag den 21. maj 2008

Rólegheitaköttur

Hann kisinn okkar er alveg einstaklega rólegur köttur. Hann getur slakað á hvar sem er, þótt það sé uppi á rólunum krakkanna. Svo finnst honum voða gaman að hoppa á trampolin með krökkunum líka...ótrúlegt en satt.
Annars er það nú ekki kötturinn sem ég hef mestan áhuga á að segja frá, heldur stóru dætur mínar. Ég er nefnilega svo ferlega stolt af þeim... Þær fylla heimilið af söng og dansi, og ég veit satt að segja ekki hvað ég geri þegar þær flytja að heiman. Vonandi verður það ekki of snemma, því mér finnst svo æðislegt að hafa alla fjölskylduna heima, sérstaklega þegar öll börnin fjögur eru farin að sofa á kvöldin.hihi
Ég skelli inn nokkrum myndum inná webalbúmið mitt, endilega kíkið, knús í bili

Posted by Picasa

fredag den 16. maj 2008

Fallegasta fermingarbarnið

Er hún ekki falleg hún dóttir mín... Ég ætlaði að vera búin að skrifa fyrir löngu síðan, en það er nú einhvern veginn þannig, að alltaf er svo mikið að gera. Ég er að undirbúa mig undir lokaprófin í skólanum, sem sagt munnlegt og skriflegt próf í dönsku í kennó í Hjörring. Svo tek ég öll uppeldisfræðilegu fögin í Álaborg á næsta skólaári. Eitt ár eftir, og þá er ég orðin kennari og ég hlakka geðveikt til. Annars er allt fínt að frétta af okkur, við erum búin að njóta góða veðursins. Fermingin hennar Söru var meiriháttar, allir voru í góðu skapi og mikil gleði og hamingja. Samansafn af frábæru fólki, það klikkar aldrei. Sólin skein og þetta var bara mjög vel heppnað í alla staði.
Ég fer bráðum að setja inn nýjar myndir, ég er eitthvað hægvirk þessa dagana.
Knús í bili
Posted by Picasa