fredag den 16. maj 2008

Fallegasta fermingarbarnið

Er hún ekki falleg hún dóttir mín... Ég ætlaði að vera búin að skrifa fyrir löngu síðan, en það er nú einhvern veginn þannig, að alltaf er svo mikið að gera. Ég er að undirbúa mig undir lokaprófin í skólanum, sem sagt munnlegt og skriflegt próf í dönsku í kennó í Hjörring. Svo tek ég öll uppeldisfræðilegu fögin í Álaborg á næsta skólaári. Eitt ár eftir, og þá er ég orðin kennari og ég hlakka geðveikt til. Annars er allt fínt að frétta af okkur, við erum búin að njóta góða veðursins. Fermingin hennar Söru var meiriháttar, allir voru í góðu skapi og mikil gleði og hamingja. Samansafn af frábæru fólki, það klikkar aldrei. Sólin skein og þetta var bara mjög vel heppnað í alla staði.
Ég fer bráðum að setja inn nýjar myndir, ég er eitthvað hægvirk þessa dagana.
Knús í bili
Posted by Picasa

2 kommentarer:

Anonym sagde ...

Skiljanlega þegar er svona mikið að gera þá hægist á heilanum!

Sara Margrét er bara falleg!! Alveg einsog mamma sín!

núss núss,

Skvís.

Lilja sagde ...

bara sætust :)
kv. litla systir