onsdag den 17. september 2008

Hmmm, hvað voruð þið að gera?

Svona getur þetta gengið þegar mamma er í skólanum og Sara að passa..hihi. Þau skemmtu sér alveg konunglega með snyrtidótið hennar mömmu. Það er svo langt síðan ég hef bloggað, að ég hálf skammast mín. Ég er annars með alveg ágæta afsökun. Það er algjör bilun að vera í skóla, mig langar eiginlega bara aftur í vinnuna! En ég er nú heppin og fæ smá afleysingar sem kennari, og það er auðvitað mjög gaman. Annars er brjálað að gera í skólanum, þetta er púl og ekkert annað. En ég læri líka helling sko. Allir eru happý hérna eins og vanalega, það er búið að halda stóra afmælisveislu fyrir öll börnin fjögur og var það mjög gaman. Takk Fríða fyrir hjálpina, þú ert alltaf jafn yndisleg. Ég er búin að vera heima í allan dag og þrífa og leika við litla Felix en hann er pínu ponsu kettlingur sem við vorum að fá. Sko mýsnar geta bara farið að pakka saman, þegar Felix er orðinn aðeins stærri þá getur hann farið að veiða þær. Mér finnst ekkert gaman að búa til matinn með þessi kvikindi standandi við hliðina á mér. Elsku öll, ég skal vera duglegri að skrifa og setja inn myndir. Knús
Posted by Picasa

1 kommentar:

Anonym sagde ...

Hæ. Loksins, loksins, loksins!
Ég fer hérna inn næstum daglega og ekkert að gerast. Hakan á mér fór alveg niður í bringu þegar ég sá nýja færslu. Æði. Fúlt að hafa ekki komist í afmælisveislu hjá ykkur, algjört svindl. Ykkur er hér með boðið í veislu þann 16. október þegar sú stutta verður 5 ára. Hún fékk að prófa að vera í skóla á föstudaginn þar sem leikskólinn var lokaður. Hún fór þá með mömmu í skólann og fékk að vera með 1. og 2. bekk. Þvílíkt montin og fannst svo gaman.
Jæja, til hamingju með öll afmælin og líka með þessi skrif. Gangi þér vel með námið.
Knús, Anna Þórný