Hæ elsku allir. Hér koma nokkrar línur frá einni sem er búin að ákveða að breyta um lífsstíl. Nú er ég farin að upplifa eins og flestar konur, hvernig það er að vinna fyrir því að halda kílóunum í skefjum. Áður fyrr fékk ég mér bara kaffi og sígó reglulega yfir daginn, en núna...einum og hálfum mánuði eftir að ég er hætt að reykja, geri ég lítið annað en að éta!! Sem þýddi 7 auka kíló fyrstu fjórar vikurnar. Örugglega komin upp í níu kíló núna eða eitthvað álíka...
En núna er ég hætt að borða þessi lifandis ósköp af súkkulaði og öðru óhollum, og borða mikið af ávöxtum og grænmeti. En ég ætla að fara eitt skref lengra í hollustunni og gera yoga tvisvar í viku, klukkutíma í senn. Engan sykur og ekkert hveiti. En ég ætla að leyfa mér einstaka köku í afmælum og svoleiðis:-) Svo þetta er svolítið spennandi.
Ég leyfi ykkur að fylgjast með...
Knús
Ingen kommentarer:
Send en kommentar