
Ég er búin að velta fyrir mér hvað ég er eiginlega búin að vera hérna lengi. Þegar ég fór til Danmerkur árið 1998, þá var Viktoría bara fimm ára...að verða sex. Sara var ekki nema þriggja. Vá hvað það er langt síðan. Ég eignaðist fljótlega bestu vinkonurnar mínar, held það hafi liðið mánuður eða eitthvað álíka. Bríet, Sigurbjörg, Adda, Gunnsa, Alma, Fríða, ég meina þetta voru allt stelpur sem komu á svipuðum tíma. Svo auðvitað mín yndislega Mallý. Svo bættust fleiri yndislegir íslendingar í hópinn, Birna, Lilja Rós, Elva. Ég meina, vá hvað ég er búin að vera heppin að kynnast þessum yndislega hóp. Og þetta er bara brot:-) En ég hef líka þurft að kveðja megnið af vinum mínum, og venst maður því víst aldrei. Þegar ég var nemi í háskólanum í Álaborg, höfðum við Gunnsa hvor aðra og studdum hvor aðra í gegnum allt. Svo hjálpaði Sigurbjörg mér með allt mögulegt þegar ég fór í "blokkeringu" eða hvað sem það heitir. Pælið í því, að litla systir mín var ennþá bara barn þegar ég flutti út. 18 ára menntaskólanemi... Mamma mín var bara rétt rúmlega fimmtug og amma mín bjó ennþá í Skyggni. Ellefu árum, danskri háskólagráðu og danskri kennaragráðu (ef ég næ) síðar, er ég að byrja mín fyrstu skref sem bekkjarkennari. Ég er búin að vinna sem börnehaveklasseleder í tæp þrjú ár og er síðasta árið búin að vera á orlofi, svo ég gat klárað námið án þess að þurfa að vera í vinnu með náminu. Þetta var gullið tækifæri, en ekkert sem er komið frá einum degi til annars. Ég er heldur betur búin að vinna fyrir þessu kæru vinir. Og dagurinn í gær var yndislegur. Ég fór í tvö atvinnuviðtöl og á báðum stöðum var sagt við mig: "Vá hvað þú ert með flott eftirnafn". Og ég sem var búin að spá í að breyta eftirnafninu í Pedersen, til að auðvelda mér að fá vinnu. Nei nei nei. Þetta fjallaði aldrei um það. Ég er búin að ganga í gegnum mikla erfiðleika síðustu tvö árin, og guði sé lof fyrir yndislega fólkið sem ég þekki. Það er búið að bjarga mér í gegnum mína erfiðleika, en það er líka fólk sem hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Samt er þetta fólk alltaf jákvætt...sama hvað.
Í einu viðtalinu í gær var ég spurð útí mitt líf, og ég gat varla útskýrt það á tveimur mínútum... þótt ég sé ung, þá er líf mitt orðið ansi löng saga, full af óvæntum glaðningum og allskonar tilviljunum sem hafa oft ráðið ferð. Til dæmis hún vinkona mín Sigurbjörg, sem sagði við mig að ég ætti að drífa mig að sækja um starf í Herningvej Skóla, og ég var ansi treg, því þetta var ekkert sem ég hafði hugsað útí, en innst inni langaði mig. En á síðasta snúning gerði ég það nú samt, en fékk þó ekki stöðuna. Hún dreif mig í þetta, takk fyrir það elsku vinkona. Það var nefnilega hringt í mig tveimur mánuðum eftir að ég sótti um, og mér boðin önnur staða. Eiginlega betri staða... og þar var ég í þrjú ár, og alveg einstaklega ánægð. Ég er yfirleitt einstaklega ánægð manneskja. Ég og maðurinn minn erum hamingjusöm, við stöndum saman í öllum erfiðleikum, en við vinnum líka mikið til að geta haldið endum saman og framleytt þessari sex manna fjölskyldu. Þótt ég sjáist iðulega brosandi og létt, þýðir það ekki að allt er bara gaman og jollý hjá okkur. Nei nei, við fáum líka okkar skerf af vanlíðan og vandamálum, en við látum það bara ekki yfirskyggja hamingjuna og jákvæðnina. Og þannig komumst við í gegnum allt.
Jæja, þetta er víst orðið fínt í bili.
Nú já, ég er búin að setja myndir inn frá Íslandsferðinni í mars. Ekki tók ég margar myndir, var nefnilega með vídeókamerinu með mér:-) Fullt af vídeói í staðinn
2 kommentarer:
Við afi vorum að lesa bloggið þitt Dóra mín og þú hefur staðið þig frábærlega vel enda dugleg og sterk stúlka.Gaman að sjá myndirnar hlökkum til að sjá ykkur öll og knúsa amma og afi mosó
Takk kæra mamma min. Hlakka til ad sja ykkur, thad eru bara nokkrir dagar thangad til thid komid...knus
Send en kommentar