torsdag den 30. april 2009

Svífandi....

Þetta er mjög skemmtileg mynd af honum elsku afa. Hann svífur... Annars er kominn tími á smá fréttir frá okkur. Við erum búin að fá grænt ljós á framkvæmdir, svo fjölskyldan flytur á næstu dögum í húsvagn, en annars erum við jú með herbergin okkar sem við getum áfram notað. Þetta verður smá prójekt en við erum full tilhlökkunar og þetta á eftir að vera mjög flott. Reyndar er ég nú bara ánægð með húsið eins og það er, mjög kósí alltaf hjá okkur, og René er búinn að lofa mér að það verður áfram kósí þótt allt verði nýtt. Þetta verður nýtt gamaldags í takt við húsið:-) Sem er einmitt mjöööög gamalt..og gamaldags. Nú já, svo er ég líka búin að skila öllum verkefnum og búin að fá að vita hvað ég verð að kenna í Vadum. Ég verð með enskukennslu í fjórða bekk, dönsku sem annað tungumál í öllum bekkjum (ekki mörg tvítyngd börn, en ég verð með yfirumsjón yfir því ásamt annarri, það er nú dáldið flott sko..) og svo verð ég stuðningskennari í fjórða bekk í einhverjum fögum, músik, billedkunst og svoleiðis. Svo mér líst bara ferlega vel á þetta, þetta er mikið betra en ég hélt í fyrstu. Ég er mjög þakklát fyrir að vera með vinnu, það skal allavega tekið fram. Kannski var þetta ekki alveg það sem ég vildi, en ég bíð með kröfurnar þangað til eftir ár eða tvö!! Knús

Og ja min kære svigermor, jeg ved godt at du ikke kan læse islandsk, og derfor LOVER jeg at næste indlæg bliver på dansk:-)

Þessi mynd er líka mjög skemmtileg


Posted by Picasa

2 kommentarer:

Anonym sagde ...

Það verður nú frábært fyrir þig Dóra mín að losna við mýslurnar en þá hafa kisurnar þínar ekkert að gera.En þetta verður spennandi ég hlakka til að sjá.Knús frá mömmu

Dóra sagde ...

Enda sést það að kisurnar hafa lítið að gera, þær eru mjög afslappaðar...hihi