
Yndislegi snjórinn gerði það að verkum að allir voru í fríi í dag frá vinnu og skóla:-) Vadum skóli var lokaður svo ég komst ekki í vinnu, Gudumholm Skóli var lokaður svo börnin mín voru líka í fríi. Svo dagurinn var alveg frábær, við höfðum það kósí undir sæng inní stofu, svo fórum við út að leika í snjónum og svo var bökuð kaka. Það ætti að vera svona frídagur fyrir alla fjölskylduna einu sinni í mánuði....hihi
Ég skelli inn nokkrum myndum frá snjónum þennan janúarmánuð, og svo ætla ég nú að vera duglegri að skrifa á bloggið mitt.
Kveðja í bili
Dóra
2 kommentarer:
líkar það vel að þú ætlar að vera duglega að blogga :)
bið að heilsa öllu hiemilisfólkinu:) sakna ykkar:)
knús Hófí :)
gott að einhver nennir að lesa...knús elsku dúllan mín, hlakka til að sjá þig aftur sem vonandi verður sem fyrst!!
Send en kommentar