lørdag den 17. april 2010

Flugmiði til Íslands....

Jæja, þá er spurning hvort ég komist yfirhöfuð til Íslands í atvinnuviðtalið mitt. Ég er búin að bíða spennt, en þetta ætlar víst ekki að ganga upp. Ég tek nú samt einn dag í einu og vona bara það besta. Svo er spurning hvort maður komist heim á miðvikudaginn, en kemst ég tilbaka aftur til DK á sunnudaginn? Það er góð spurning...
Allavega, það er nóg að gera í vinnunni hjá mér, það eru foreldraviðtöl framundan, bæði mánudag og þriðjudag, svo ég kem seint heim þá dagana. Svo er Íslandsferðin framundan, þar sem ég fer í atvinnuviðtal og heimsæki eins marga og ég mögulega get og næ á þessum stutta tíma. Og svo verður bara pantaður gámur og miði fyrir okkur aðra leiðina. Svo þetta er að skella á, og ég hlakka alveg ofboðslega mikið til. Stefán litli er líka að deyja úr spenning, enda líður honum ekkert sérstaklega vel í skólanum sínum hérna. Hann er ekki nógu "harður af sér" segir kennarinn, bölvuð vitleysa. Þetta eru harðir naglar í þessum sex ára bekk, lemjandi, sparkandi og bítandi. Og Stefán grætur oft og tekur ekki þátt í slagsmálunum í strákahópnum.
Bæó
Dóra

4 kommentarer:

Anonym sagde ...

Vá! ég þarf að heyra í þér, greinilega allt að gerast hjá þér kæra vinkona. Mikið hlakkar mig til að fá ykkur hingað til landsins :) júbbíí. Knús Bríet

Dóra sagde ...

Oooh hlakka svo til að sjá þig!!! Hittumst á skype bráðum! Er að vona að þú sért heima á laugardaginn... og kannski nenntir með mér til Steinu líka?
Ég hringi
Knús

Hófí Fjóla..:) sagde ...

jejjj hlakka til að fá ykkur til íslands!!! :):)
hvenær er það svo, hvenær komiði bara aðraleiðina?? :):):)

Dóra sagde ...

Hæ elskurnar mínar. Ég ætla að bíða í smá tíma með að flytja. Ég get ekki komið til Íslands án René og verð að bíða þangað til hann er tilbúinn líka. Damn!! En gerir ekkert...tvö ár til eða frá...knús og kram. Verð að vera jákvæð og bara hlakka til að koma heim aðra leiðina, þótt það sé smá tími í það ennþá