onsdag den 7. april 2010
Vorið er komið
Jæja, það er ekkert yndislegra en að keyra í vinnuna á morgnana, þreytt og í miðri trafíkinni á hraðbrautinni... þegar að maður heyrir í veðurfréttunum, að hitinn eigi að fara upp í 17 stig þennan daginn (gerðist í gær...). Þá verður allt eitthvað svo frábært allt í einu...hihi.
En með hitanum koma pöddurnar...yakk.
Eva, litla skottið mitt, er lasin í dag. Hún er með hita og illt í maganum svo ég tók mér frí úr vinnunni í dag. Hún liggur í sófanum núna og sefur. Stefán harðneitaði að mæta í skólann, hann vildi heldur vera heima og passa upp á litlu systir. Ég ákvað bara að leyfa honum það, enda er hann að knúsa hana og kyssa, nær í allt fyrir hana o.s.frv. Af okkur er annars allt gott að frétta, ég er aðeins að byrja að skipuleggja flutningana heim en það er margt sem þarf að muna. Reyndar er ég alltaf að segja við sjálfa mig að bíða fram yfir páska með að hugsa of mikið um allt það praktíska, en ég get það ekki lengur. Páskarnir eru nefnilega búnir...hehe.
Hafið það sem allra best, ég er búin að skella nokkrum nýjum myndum inn.
Knús
Dóra
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
Ingen kommentarer:
Send en kommentar