tirsdag den 30. november 2010

Skrítið veður




Það var mjög skrítið veður í gær, sólin skein en samt var svo dimmt yfir öllu og mikið rok. Ég tók nokkrar myndir útum eldhúsgluggann minn, og svo læt ég fylgja með mynd af aðventukransinum mínum sem ég BAKAÐI! Ég hef ekki bakað aðventukrans síðan Viktoría var eins árs... hvað er það, tólf ár?:-)
Kisinn minn er alltaf að narta í kransinn, ég vona að það verði eitthvað eftir af honum þegar kveikt verður á síðasta kertinu:-)
Og svo þarf reglulega að rétta kertin við því þau síga í allar áttir, mjög fyndið.
Þetta er bara gaman, loksins kom jólaskapið hjá mér, hefur ekki gerst síðastliðin þrjú ár allavega, svo allir eru kátir með það. Alltaf ferlegt að þurfa að pína sig í jólaskap, vonandi gerist það aldrei aftur.
Knús í bili

Dóra
Posted by Picasa

2 kommentarer:

Anonym sagde ...

Mikið eru þið myndalegar, hefði nú verði gaman að vera með ykkur í laufabrauðsgerðinni :) knúús Bríet

Hófí Fjóla sagde ...

jejjj byrjuð að blogga aftur!! :):)
en hvað er með facebookið?! ertu hætt með það??
vantaði svooo að tala við þig á því fyrir samt löngu síðan!! hehe :)