
Hæ aftur. Þá fer að styttast í páskafríið, og ég er sko búin að panta sumarbústað. Við ætlum að vera í bústaðnum í eina viku, og ég hlakka mikið til. Það verður gott að komast aðeins í smá frí, laaaangt frá skólabókum osv. Við vorum í dýragarðinum um daginn, og náðum skemmtilegum myndum af svangri slöngu. Þetta fannst börnunum alveg merkilegt, og mikið búin að tala um þetta síðan. Annars gengur mjög vel hérna hjá okkur í sveitinni, við erum bara í rólegheitum hérna. Eins og vanalega... Ég fer í lokaprófin í maí, það verður gott að klára dönskuna, þá á ég bara eftir uppeldisfræðilegu fögin. Vonandi hafa allir það gott, ég hlakka til að sjá alla familíuna og vinina í apríl...boðskortin eru í vinnslu, það er ekki vegna þess að engum er boðið. Ég er sko einfaldlega bara svo róleg með þetta allt saman. Kveðja í bili
Ingen kommentarer:
Send en kommentar