tirsdag den 25. marts 2008

Hjá prestinum

Já, það er nefnilega þannig að hún Sara er að fara að fermast í apríl. Og í dag fóru öll fermingarbörnin til Árhúsa í dagsferð, að skoða kirkjur og söfn. Fóru reyndar líka í bíó... Sko, rútubílstjórinn villtist...og keyrði á hjólastíg inní einhvern skóg. Eftir langa keyrslu á mjög þröngum stíg, sat rútan á endanum föst, og þurfti Falck til að draga hana tilbaka. Ferlega fyndið. Sara og hópurinn, og presturinn að sjálfsögðu, þurftu að fara úr rútunni og spurja til vegar. Sko, það sem var vandamálið til að byrja með, var þetta svokallaða GPS tæki, sem ég er einmitt svo mikið á móti. Ég vil meina, að þegar fólk fer að treysta of mikið á þessi GPS tæki, þá missir fólk algjörlega traustið á sjálft sig og kemst hvorki lönd né leið. Og það er einmitt svo gaman að villast, því þá sér maður staði sem maður annars aldrei myndi láta sér detta í hug að keyra til. Ég er margoft búin að ræða þetta við manninn minn og tengdaforeldra, sem eru öll mjög meðfylgjandi því að vera með svona tæki í bílnum, en ég vill ekki sjá það. Ég vil frekar treysta á mína eigin dómgreind, en að villast á einhverja hjólastíga í skógarsvæði eða keyra á móti umferð á hraðbrautinni (sem margir gamlir danir hafa því miður gert...) Ég meina, hvernig er það hægt að keyra á móti umferð á hraðbrautinni, sko fólk sér það alveg að það koma bílar á móti manni, er það ekki? Eða hvað er í gangi eiginlega.
Jæja, en Sara komst heilu og höldnu á leiðarenda, og foreldrar og systkini biðu í skólanum þar sem allir áttu að borða saman og hlusta á prestinn. Það gekk fínt, nema hvað að við fengum kók. Og fjögurra ára guttar eins og hann sonur minn geta ekki alveg drukkið kók, nema ropa þessi lifandis ósköp. Í hvert skipti sem presturinn tók pásu í ræðuhöldum sínum, þið vitið til að anda og svoleiðis, þá ropaði sonur minn og ca. 50 hausar sneru sér við og litu á mig og pabba hans. O hvað það var vandræðalegt. Svo þegar hann kæri maðurinn minn René fór með börnin á klósettið, þá tók ég eftir alveg svakalega stórum bletti á buxunum hans, hvað í ósköpunum hafði maðurinn sest á. Þetta líktist risa pitsusneið!! En nei, þetta var auðvitað tyggjó, og eitthvað snask klínt á tyggjóklessunni. Og mér leið eins og fjórtán ára krakka aftur, ég gat ekki hætt að hlægja. Sonur minn ropandi og maðurinn minn labbandi um með stærðar tyggjóklessu á rassinum, ég meina...ég GAT bara ekki hætt að hlægja. Og allt á meðan presturinn var að tala um sálmana og trúarjátninguna. Æ æ.
Elsku þið öll, ég sakna Íslands ferlega mikið þessa dagana, vonandi kíki ég heim í sumar. Fer eftir hvort ég lifi lokaprófin af, og ferminguna.
Knús D.

6 kommentarer:

Anonym sagde ...

Mig langar í GPS tæki. Eini gallinn er sá að ég rata alltaf niður á Selfoss :)

Lilja sagde ...

hehe, kannast við þessar tyggjóklessur.. siggi náði að ,,mála" eldhússtólana með tyggjói sem var límt við rassinn á honum um daginn!
Varðandi GPS tæki þá er það snilld þegar maður þarf að rata t.d. í Köben, það bjargaði mér alveg að afi hans Sigga hafði eitt stykki tæki með sér þegar Siggi var að taka sveinsprófið ;) gott svona í stórborgum, en óþarfi annarsstaðar t.d. frá Brautarholti til Selfoss :)

Dóra sagde ...

Hvað með heilann í ykkur? Með allri tækninni í dag þá munum við ekkert, þurfum ekki að muna neitt. Skoðum aldrei neitt á korti lengur, því krak.dk lýsir leiðinni fyrir okkur frá A til Ö. Nei, ég vil halda heilanum í þjálfun og mæli þess vegna á móti GPS. Sko, Stefán minn fáðu þér GSP, þótt það komi að engum notum! Lilja, í Köben stopparðu bara á bensínstöðum og spyrð til vegar! Eins og stóra systir!! knúúúúúús

Anonym sagde ...

hæhæ... oo mig langar svo að koma í fermingu til Söru..:S ég fer ekki í neina fermingu í ár glatað.. hehe
en alltaf jafn gaman að lesa þessa síðu þó það komi eitt og eitt blogg á dönsku.. eheh.
en hlakka til að hitta ykkur líklegast í apríl ef þið hafið tíma..:):):) biða að heilsa ÖLLUM þarna...:):)

kvaðja Hófí Fjóla...:):):)

Dóra sagde ...

Elsku Hófí, auðvitað sjáumst við í apríl!! Reynum það allavega. En ég bíð og bíð eftir bloggi frá þér, en þú ert ekkert búin að skrifa... Já, ég verð sko að skrifa eitt og eitt blogg á dönsku fyrir danina, þeim finnst þau vera skilin útundan sko. Og ég nenni ekki að skrifa á báðum tungumálum í hvert skipti, svo ég skiptist bara á. Knús elsku Hófí, ég skal setja fermingarkökusneið í frystir og geyma handa þér.

Anonym sagde ...

HAHAHA! Jii, hvað þetta er fyndið! Er bara með tárin í augunum af hlátri!! hehe