Hann yndislegi maðurinn minn reyndi að vera rooosalega góður við mig í dag, þegar við vorum úti með börnin að kaupa disney nammi. Sko, honum langaði svo að gefa mér súkkulaði...eins og hann er vanur, en ég sagði nei takk! Svo kom disney show...og ég horfði á súkkulaðikallana (súkkulaðijólasveinana) hverfa í munninn á manni og börnum, og stóðst freistinguna algjörlega. Seinna um kvöldið fékk ég mér brokkolí, rúsínur, tofu og epli, með heimagerðri hollri dressingu og tofu var by the way búið að liggja í appelsínusafa, engiferrót (hakkaðri) og soyasósu! Þetta var nú ágætt á bragðið (eða nei, eiginlega ekki...) en ég borðaði þetta allt og fékk mér svo gratínepladjús á eftir. Er samt búin að ákveða að breyta aðeins uppskriftinni, af því að þetta var ekki eins gott og ljúffengt eins og Þorbjörg segir að þetta sé. Hver með sinn smekk!
Í kvoldmatinn voru hamborgarar, en ég sleppti brauðinu og fékk mér ljúffengt fíkjubrauð frá honum Sigga (Lilja kom yfir í dag..hihi) í staðinn, og borðaði salatið og allt hitt bara sér. Fékk mér reyndar smá kjöt, en það gerir heldur ekkert.
Mamma, ég hlustaði á það sem þú sagðir við mig í dag um að ég ætti að fara að hugsa meira um sjálfa mig, reyndar eruð þið öll búin að segja það við mig... en eftir daginn í dag er mér pínu létt, finnst eins og hlutirnir fara að leysast núna. Svo ég gaf sjálfri mér smá gufubað (soðið vatn, viskastykki, haus yfir potti) og vá hvað það var þægilegt!! Hihi, þetta var alveg eins gott og að fara til snyrtifræðings. Svo hreinsaði ég á mér andlitið, og bar á mig næturkrem:-) Svo nú er ég orðin svaka fín. Ekki nóg með það... eins og þið flest vitið fékk ég einhvers konar þvagfærasýkingu/blöðrubólgu í fyrradag, og jeminn hvað það var vont að fara á klósettið. Þetta var hörmung, en ég er búin að þamba vatn og trönuberjadjús, og kamillute reyndar líka og svei mér þá, mér er að batna. Pínu vont ennþá en ekkert í líkingu hvernig ég var í morgun og í dag!! Ótrulegur léttir, og allt án þess að tala við læknir!! Svona á þetta að vera.
Jæja elskurnar mínar, þið sem nennið að fylgjast með prógramminu mínu. Mér líður vel með að vera hætt að borða sykur og hvítt hveiti, og ég vona að þetta eigi eftir að hjálpa heilsunni minni. Ég og René sáum það krystalklárt í kvöld hvað sykur gerir við börn til dæmis...við fórum út í fjós með Stefán og gáfum honum hamar, nagla og spítur, og hann hamraði alveg eins og ég veit ekki hvað. Hann var á sykurtrippi (disneynammið) og við vorum hrædd um að hann myndi hendast upp á húsþak í æsingnum. Svo betra að hamra í spítur og verða svo svakalega syfjaður undir það síðasta. Eva er ekki mikið fyrir nammi, svo hún bað sjálf um að fá að fara í háttinn klukkan átta! Hún vaknaði reyndar aftur og kom með útí fjós og hjólaði bara um á meðan Stefán var að hamra...hehe.
Knús og þúsund kossar til ykkar allra frá mér
Dóra
fredag den 28. november 2008
onsdag den 26. november 2008
tirsdag den 25. november 2008
Grjónagrautur....
Sko, hvernig borðar maður grjónagraut án kanilsykurs? Ég stóðst ekki freistinguna og fékk mér pínu sykur á grjónagrautinn minn í gærkveldi. Annars borða ég ennþá engan sykur, en fæ mér þó mjólk annað slagið. Ég reikna með að í næstu viku þá tek ég mjólkina út og svindla ekki á sykrinum! Annars er hvítt hveiti og ger alveg útúr systeminu, og ég er spennt að sjá hvort það verður munur.
Knús í bili, ég ætla að fá mér möndlur og grænt te!!
Knús í bili, ég ætla að fá mér möndlur og grænt te!!
mandag den 24. november 2008
Þá er komið að háttatíma
Jæja. Fyrsti dagurinn búinn. Og mér líður mjög vel. Ég hef enga löngun í sígarettur, en ég er ógeðslega svöng. Ég fékk mér hrökkbrauð í morgunmat, og svo þennan smoothie, en það var bara ekki nóg. Ég var að deyja úr hungri þangað til ég skellti mér á fjórar hrökkbrauðsneiðar með þykkum sneiðum af osti. Mmmmm. Á milli mála er ég búin að fá mér möndlur og rúsínur. Og ekkert annað. Drekk lífrænt ræktað gratinepladjús, rosa gott á bragið, og annars bara vatn og grænt te. Kaffi í kvöld reyndar...vorum á foreldrafundi.Stefán byrjar í minidus þann 5.janúar! Hugurinn minn er búinn að vera hjá ykkur öllum á Íslandi, langar að fara heim og vera hjá ykkur, og sérstaklega kyssa hana ömmu mína á kinnina og vera hjá henni og halda í hendina á henni. En það er víst ekki auðvelt bara að skjótast heim. Afi hans René varð bráðkvaddur í nótt, lá friðsamlega í rúminu sínu þegar hann fannst í dag. En hann var orðinn 84 ára og alveg eldhress, og einmitt vegna þess að hann var svo hress, kom þetta pínu á óvart.
Ég hef það mjög fínt núna, er að verða tilbúin að fara að sofa. Samkvæmt Þorbjörgu þá verður maður að fá sína átta tíma...og það er ekki auðvelt á þessu heimili. En ég er vongóð á framhaldið og fæ vonandi meiri orku þegar allur sykur er farinn úr líkama mínum. Eins og staðan er, þá er það sykurinn sem ég læt vera, og hvítt hveiti og ger. Sígaretturnar eru líka farnar úr systeminu, en ég bíð aðeins með mjólkina og mjólkurvörurnar. Ég verð að fá ostinn minn, og mjólkurglasið mitt. Þann vana get ég ekki hent út fyrr en kannski í næstu viku...þegar ég kemst á detox vikuna!!
Knús þangað til á morgun, og mamma, þú átt að geta skrifað innlegg sem anonym....knús
Ég hef það mjög fínt núna, er að verða tilbúin að fara að sofa. Samkvæmt Þorbjörgu þá verður maður að fá sína átta tíma...og það er ekki auðvelt á þessu heimili. En ég er vongóð á framhaldið og fæ vonandi meiri orku þegar allur sykur er farinn úr líkama mínum. Eins og staðan er, þá er það sykurinn sem ég læt vera, og hvítt hveiti og ger. Sígaretturnar eru líka farnar úr systeminu, en ég bíð aðeins með mjólkina og mjólkurvörurnar. Ég verð að fá ostinn minn, og mjólkurglasið mitt. Þann vana get ég ekki hent út fyrr en kannski í næstu viku...þegar ég kemst á detox vikuna!!
Knús þangað til á morgun, og mamma, þú átt að geta skrifað innlegg sem anonym....knús
fredag den 21. november 2008
Ti år yngre på ti uger
Så går jeg i gang med programmet "ti år yngre på ti uger". Jeg starter på mandag, og har planer om at lægge hele min livstil om. Det bliver ikke nemt, men det er nødvendigt. Jeg er træt af at være træt og slap, drikker for meget kaffe, spiser for meget chokolade og søde sager, og føler mig tung og uoplagt...Desuden har min kamp for at droppe smøgerne ikke virket indtil videre, der skal nok noget lidt mere til. Så derfor prøver jeg det her! Jeg skriver en lille dagbog om forløbet, om jeg kan mærke en forandring osv. Så vær velkommen og følge med i Doras deltagelse i Thorbjørg Hafsteindsottirs "sundhedsrevolution".
Knus
Knus
torsdag den 20. november 2008
HANN HITTI STELPU
Já, stelpur geta verið erfiðar...það er engin spurning. En Stefán átti nú líklega ekki von á þessu..hihi. Svona kom hann heim úr leikskólanum um daginn, hann og einhver lítil stelpa í hópnum hans voru ósammála. Það fylgdi ekki sögunni hvort þau náðu að leysa málin.
Allt fínt að frétta af okkur, ég er búin í praktík og komin aftur í skólann. Það var æðislegt að vera í praktík, ég var með yndislegan 7.bekk og ennþá yndislegri 4.bekk. Hlakka bara til að klára kennaranámið svo ég geti farið að vinna fullt starf með þessum yndislegu börnum.
Vonandi hafa allir það gott á Íslandi..
Knús
Allt fínt að frétta af okkur, ég er búin í praktík og komin aftur í skólann. Það var æðislegt að vera í praktík, ég var með yndislegan 7.bekk og ennþá yndislegri 4.bekk. Hlakka bara til að klára kennaranámið svo ég geti farið að vinna fullt starf með þessum yndislegu börnum.
Vonandi hafa allir það gott á Íslandi..
Knús
Abonner på:
Opslag (Atom)