mandag den 24. november 2008

Þá er komið að háttatíma

Jæja. Fyrsti dagurinn búinn. Og mér líður mjög vel. Ég hef enga löngun í sígarettur, en ég er ógeðslega svöng. Ég fékk mér hrökkbrauð í morgunmat, og svo þennan smoothie, en það var bara ekki nóg. Ég var að deyja úr hungri þangað til ég skellti mér á fjórar hrökkbrauðsneiðar með þykkum sneiðum af osti. Mmmmm. Á milli mála er ég búin að fá mér möndlur og rúsínur. Og ekkert annað. Drekk lífrænt ræktað gratinepladjús, rosa gott á bragið, og annars bara vatn og grænt te. Kaffi í kvöld reyndar...vorum á foreldrafundi.Stefán byrjar í minidus þann 5.janúar! Hugurinn minn er búinn að vera hjá ykkur öllum á Íslandi, langar að fara heim og vera hjá ykkur, og sérstaklega kyssa hana ömmu mína á kinnina og vera hjá henni og halda í hendina á henni. En það er víst ekki auðvelt bara að skjótast heim. Afi hans René varð bráðkvaddur í nótt, lá friðsamlega í rúminu sínu þegar hann fannst í dag. En hann var orðinn 84 ára og alveg eldhress, og einmitt vegna þess að hann var svo hress, kom þetta pínu á óvart.
Ég hef það mjög fínt núna, er að verða tilbúin að fara að sofa. Samkvæmt Þorbjörgu þá verður maður að fá sína átta tíma...og það er ekki auðvelt á þessu heimili. En ég er vongóð á framhaldið og fæ vonandi meiri orku þegar allur sykur er farinn úr líkama mínum. Eins og staðan er, þá er það sykurinn sem ég læt vera, og hvítt hveiti og ger. Sígaretturnar eru líka farnar úr systeminu, en ég bíð aðeins með mjólkina og mjólkurvörurnar. Ég verð að fá ostinn minn, og mjólkurglasið mitt. Þann vana get ég ekki hent út fyrr en kannski í næstu viku...þegar ég kemst á detox vikuna!!
Knús þangað til á morgun, og mamma, þú átt að geta skrifað innlegg sem anonym....knús

3 kommentarer:

Lilja sagde ...

Svo dugleg! til hamingju með fyrsta daginn... ég er viss um að þér á eftir að ganga super vel!! knús

Dóra sagde ...

Takk elsku þið!!

Anonym sagde ...

Tíhí! Ekkert hveiti :) Hvernig þykkir maður þá sósu? Anna var í svona bindindi einu sinni og ég reyndi að þykkja sósu með banana! Ekki spyrja mig hvernig mér datt það í hug! Sósan var þunn og bragðaðist undarlega!

Stefán bró :)