Já, stelpur geta verið erfiðar...það er engin spurning. En Stefán átti nú líklega ekki von á þessu..hihi. Svona kom hann heim úr leikskólanum um daginn, hann og einhver lítil stelpa í hópnum hans voru ósammála. Það fylgdi ekki sögunni hvort þau náðu að leysa málin.
Allt fínt að frétta af okkur, ég er búin í praktík og komin aftur í skólann. Það var æðislegt að vera í praktík, ég var með yndislegan 7.bekk og ennþá yndislegri 4.bekk. Hlakka bara til að klára kennaranámið svo ég geti farið að vinna fullt starf með þessum yndislegu börnum.
Vonandi hafa allir það gott á Íslandi..
Knús
3 kommentarer:
Hæ elsku Dóra mín.. Þau eru ekkert smá sæt börnin þín, er búin að vera skoða myndir ekkert smá gaman.Skrifa þér fljótt aftur e mail og verðum endilega í sambandi. Bestu kveðjur Alma
Þær geta verið riskí þessa stelpur.
Knús á liðið frá Krítínu og Bogey frænku :)
Hæ elsku Stefán. Amma og Afi. Farðu nú varlega að stelpunum í framtíðinni!!
Send en kommentar