tirsdag den 30. december 2008

Jólasveinninn kom í heimsókn

Stefán og Eva fengu jólasveininn í heimsókn á aðfangadag. Þau urðu ekkert hrædd, en ansi hissa á því að allt í einu var bankað á stofugluggann og jólasveinninn mættur á svæðið. Hann söng eitt jólalag, einmitt lagið sem Eva er búin að vera að æfa undafarna daga, svo það var heppilegt.
Fleiri myndir af jólasveininum eru á myndasíðunni....
Posted by Picasa

lørdag den 27. december 2008

Vika á Íslandi

Vá hvað það var gott að komast aðeins heim til Íslands. Ég og Sara skruppum í vikuferð, aðallega til að njóta náttúrunnar og heimsækja þá nánustu. Þetta var góð ferð í alla staði, þótt við náðum því miður ekki að heimsækja alla þá sem við vildum. En við gerum það bara seinna. Við fórum í langan labbitúr á Þingvöllum og tók ég þessa frábæru mynd þar í grenndinni. Veðrið var meiriháttar þó frekar kalt...fyrir svona danska aula eins og okkur Söru hihi. Við vorum á Flúðum hjá Stefáni og Önnu í þrjá daga, það var alveg yndislegt. Takk fyrir frábærar móttökur, og elsku Guðrún Lilja, mikið var fallegt af þér að lána mér herbergið þitt allan tímann. Ég skelli inn myndum frá Íslandi, endilega kíkið.

Knús í bili

Dóra
Posted by Picasa

torsdag den 11. december 2008

Jólahreingerningar

Jæja, ég fór að þrífa fyrir jólin... og gettið bara hvað ég fann. Sko, mér finnst sko í lagi að þessar stærðir af köngulóm haldi sig í fjósinu, eða bara alls ekki nálægt mér. Ég var í smá sjokki, en hún var líklega hræddari við mig en ég við hana.
Er að fara til Íslands í fyrramálið, svo ég hef þetta ekki lengra í bili!!
Knús til ykkar allra frá mér...

Dóra
Posted by Picasa