
Vá hvað það var gott að komast aðeins heim til Íslands. Ég og Sara skruppum í vikuferð, aðallega til að njóta náttúrunnar og heimsækja þá nánustu. Þetta var góð ferð í alla staði, þótt við náðum því miður ekki að heimsækja alla þá sem við vildum. En við gerum það bara seinna. Við fórum í langan labbitúr á Þingvöllum og tók ég þessa frábæru mynd þar í grenndinni. Veðrið var meiriháttar þó frekar kalt...fyrir svona danska aula eins og okkur Söru hihi. Við vorum á Flúðum hjá Stefáni og Önnu í þrjá daga, það var alveg yndislegt. Takk fyrir frábærar móttökur, og elsku Guðrún Lilja, mikið var fallegt af þér að lána mér herbergið þitt allan tímann. Ég skelli inn myndum frá Íslandi, endilega kíkið.
Knús í bili
Dóra
5 kommentarer:
Æðislega skemmtilegar myndir :) knúsíkús
Þetta var líka æðisleg ferð...vildi bara óska að ég hefði náð að heimsækja fleiri...
Takk fyrir heimsóknina Dóra mín. Mikið var gaman að hitta ykkur mæðgur og spjalla :-) Savner jer, knúúús Bríet
oooo ég hefði skom viljað hitta ykkur....:S
verð sko að hita ykkur næst... kannski það verði bara í DK hver veit..:)
Elsku Hófí, ég kem sko næst til þín. ÞEtta var algjör miniheimsókn, ég var aðallega hjá henni ömmu minni sem er orðin gömul og lasin.. Knús og kossar...
Send en kommentar