fredag den 26. juni 2009

Kennari

Fékk prófskírteinið mitt í dag við formlega athöfn í kennó í Álaborg. Góð tilfinning og mikill léttir að þessum áfanga er loksins náð. Skelli inn myndum, þær tala sínu máli...
Knús
Posted by Picasa

torsdag den 18. juni 2009

Fjölskyldan skemmtir sér


Við áttum alveg yndislegt kvöld í gær, ég, René, Viktoría, Jeppe og Sara. Litlu voru farin að sofa og þá gátum við setið í rólegheitum úti og fengið okkur kaffisopa. Og tekið smá hjólböruferðir líka...hihi. Ég er búin að setja inn nýjar myndir, og þar á meðal eru myndir frá því að Fríða mín kom í heimsókn með litlu englana sína, mjög gaman að sjá þau. Svo eru nokkrar (fáar) myndir frá Hjallerup marked, en það var svo ofboðslega mikið af fólki þar að við stoppuðum stutt við. Annars erum við mikið bara heima að vinna í húsinu, og í júnímyndunum sjást nýlegar myndir af neðri hæðinni. Það er reyndar búið að gerast mikið síðan þær myndir voru teknar, og skelli ég bráðum nýjustu myndunum inn.
Knús í bili, farin að læra aftur!!
Posted by Picasa

torsdag den 4. juni 2009

Yndislegt veður


Það er búið að vera svo frábært veður hérna hjá okkur, að börnin eru nánast búin að vera berrössuð í fleiri daga. Nú er aðeins svalara en samt mjög gott veður. Núna eru komnir smiðir og svoleiðis kallar hingað til okkar og það verður bráðum steypt gólf. Svo koma veggirnir upp og þá gengur þetta hratt fyrir sig. En þó er ennþá langt í það. Fyrirtækið gengur ennþá ók, en síðasti maðurinn verður látinn fara núna eftir tvær vikur. Þá er ekki meir að gera, en vonum þó að það breytist, við erum mjög jákvæð hvað þetta varðar.
Ég skelli bráðum inn nýjustu myndunum frá framkvæmdunum hérna á Dybdalvej 15. Fyrst ætla ég með stóru dæturnar á smá genbrugsrölt, það er risa hlaða hérna rétt hjá með fullt af gömlu drasli, ég get örugglega fundið eitthvað sætt inní húsvagninn okkar...hihi. Knús