torsdag den 4. juni 2009

Yndislegt veður


Það er búið að vera svo frábært veður hérna hjá okkur, að börnin eru nánast búin að vera berrössuð í fleiri daga. Nú er aðeins svalara en samt mjög gott veður. Núna eru komnir smiðir og svoleiðis kallar hingað til okkar og það verður bráðum steypt gólf. Svo koma veggirnir upp og þá gengur þetta hratt fyrir sig. En þó er ennþá langt í það. Fyrirtækið gengur ennþá ók, en síðasti maðurinn verður látinn fara núna eftir tvær vikur. Þá er ekki meir að gera, en vonum þó að það breytist, við erum mjög jákvæð hvað þetta varðar.
Ég skelli bráðum inn nýjustu myndunum frá framkvæmdunum hérna á Dybdalvej 15. Fyrst ætla ég með stóru dæturnar á smá genbrugsrölt, það er risa hlaða hérna rétt hjá með fullt af gömlu drasli, ég get örugglega fundið eitthvað sætt inní húsvagninn okkar...hihi. Knús

Ingen kommentarer: