torsdag den 18. juni 2009

Fjölskyldan skemmtir sér


Við áttum alveg yndislegt kvöld í gær, ég, René, Viktoría, Jeppe og Sara. Litlu voru farin að sofa og þá gátum við setið í rólegheitum úti og fengið okkur kaffisopa. Og tekið smá hjólböruferðir líka...hihi. Ég er búin að setja inn nýjar myndir, og þar á meðal eru myndir frá því að Fríða mín kom í heimsókn með litlu englana sína, mjög gaman að sjá þau. Svo eru nokkrar (fáar) myndir frá Hjallerup marked, en það var svo ofboðslega mikið af fólki þar að við stoppuðum stutt við. Annars erum við mikið bara heima að vinna í húsinu, og í júnímyndunum sjást nýlegar myndir af neðri hæðinni. Það er reyndar búið að gerast mikið síðan þær myndir voru teknar, og skelli ég bráðum nýjustu myndunum inn.
Knús í bili, farin að læra aftur!!
Posted by Picasa

2 kommentarer:

Anonym sagde ...

gaman að sjá myndirnar af húsinu breytast smá saman það er eins og í ævintýri.Amma er líka mjög glöð að sjá hvað börnunum líður vel.Knús frá ömmu mosó

Dóra sagde ...

Þetta gengur alltsaman hægt og rólega, en það mikilvægasta er náttúrulega að öllum líður vel á meðan á þessu stendur:-)