
Annars er allt fínt að frétta af okkur, ég er ennþá alveg hætt að reykja og búin að finna fyrir mjög miklum breytingum. Ég er til dæmis búin að fitna um 12 kíló í allt, reyndar búin að missa tvö kíló af því svo það er eins og þetta sé að snúast við aftur. Ca mánuði eftir að ég var hætt var ég alltaf mjög rauð í andlitinu, og fékk eins og brunatilfinningu í allt andlitið reglulega. Mjög skrítið. Þegar maður fær sér í glas og reykir ekki, þá er eins og maður losni við timburmenn. Svo er mér mjög hlýtt á fótunum alltaf, það er það besta við að hætta að reykja. Mér var alltaf svo kalt á fótunum en það er búið að breytast heldur betur. Það blæddi mikið úr tannholdinu á mér eftir að ég hætti en það er búið núna. Það er eins og það sé komið ákveðið jafnvægi á allt þetta hjá mér. Og svo er ég búin að læra mína mikilvægustu lexíu: "Það er EKKI hægt að vera "selskabsryger"!!"
Ég er búin að setja nýjar myndir inn á myndasíðuna mína, kíkið!!
D.
4 kommentarer:
Ha ha :) Flott hjá þér með reykingarnar. Mér hefur alltaf verið heitt á tánum nema þegar ég er að vaða í íslenskri á :)
Gaman að fylgjast með húsinu breytast :)
Hehe, það eru orðið mörg ár síðan ég vaðaði í íslenskri á... Annars er komið yfir hálft ár síðan ég hætti að reykja og þetta er alveg nýtt líf, þvílíkur léttir!! Get eindregið mælt með þessu...systur og foreldrar...tihi
Vá hálft ár! ... ég er að byggja mig upp til að hætta ;) u da man Dóra ;)
Þú hefur 100 prósent minn stuðning þegar þar að kemur... knúúúús
Send en kommentar