
Vorum búin að vera í heimsókn hjá Pia og Allan vinafólki okkar, þau eru nefnilega í mjög skemmtilegum sumarbústað í Hals. Förum til þeirra aftur á föstudaginn (morgun) og verðum allan daginn og grillum örugglega saman um kvöldið. Sumarbústaðurinn liggur rétt hjá ströndinni, svo maður labbar bara í sundfötunum í ca tvær mínútur og skellir sér í "bad"!!
Viktoría er á Nibe festival og Sara er hjá vinkonu sinni í Tranum, og ég og litlu erum bara heima í dag að njóta lífsins, komum heim klukkan hálfsjö í gærkveldi því það var ekki veður til annars en að taka sér sundsprett í sjónum. Gátum þá líka prófað nýja strandtjaldið okkar.
Kemur meira síðar,
D.
Ingen kommentarer:
Send en kommentar