torsdag den 2. juli 2009

Hals

Fórum að borða á skemmtilegum stað í Hals um daginn, það var svo flott útsýni yfir lystbátahöfnina og krökkunum fannst það æðislegt. Maturinn var nú ekkert sérstaklega góður en við vorum svöng svo það gerði ekkert til.
Vorum búin að vera í heimsókn hjá Pia og Allan vinafólki okkar, þau eru nefnilega í mjög skemmtilegum sumarbústað í Hals. Förum til þeirra aftur á föstudaginn (morgun) og verðum allan daginn og grillum örugglega saman um kvöldið. Sumarbústaðurinn liggur rétt hjá ströndinni, svo maður labbar bara í sundfötunum í ca tvær mínútur og skellir sér í "bad"!!
Viktoría er á Nibe festival og Sara er hjá vinkonu sinni í Tranum, og ég og litlu erum bara heima í dag að njóta lífsins, komum heim klukkan hálfsjö í gærkveldi því það var ekki veður til annars en að taka sér sundsprett í sjónum. Gátum þá líka prófað nýja strandtjaldið okkar.
Kemur meira síðar,
D.
Posted by Picasa

Ingen kommentarer: