mandag den 16. august 2010

Kveðjustund


Jæja, þá er stelpan mín farin til Íslands í fjölbraut á Selfossi. Við söknum hennar alveg svakalega mikið og hlökkum til að fá hana heim um jólin!! Stefán litli er ágætis ljósmyndari og náði þessari fínu mynd af okkur á lestarstöðinni. Eva tók líka fína mynd af okkur en það vantaði nokkra hausa...hehe.

Knús elsku Sara og gangi þér vel á Fróni!!
Posted by Picasa

torsdag den 12. august 2010

Krúsídúlla




Og svo samviskusöm frá fyrsta degi í skólanum. Stefán var líka svo fínn fyrsta daginn sinn í 1.bekk (2.bekk á Ísl.) Alveg meiriháttar dagur fyrir bæði börn og foreldra.... allir með myndavélar og alles.


Knus
Posted by Picasa

mandag den 9. august 2010

Eva


Þessi unga dama er að byrja í skóla á morgun. Þetta er skrítin tilfinning, að senda síðasta barnið af stað í skóla, allir orðnir svo fullorðnir eitthvað. Sara að flytja að heiman og Viktoría á bara eitt ár eftir í stúdentsprófið. Svona líður þetta fljótt. Ég er öll að koma til núna, ég er á atvinnuleysisbótum og byrjuð að líta í kringum mig að vinnu. Ég er mjög bjartsýn á það að ég fái starf fljótt, kannski ekki við kennslu en þá eitthvað annað.
Knús
D.
Posted by Picasa