Þessi unga dama er að byrja í skóla á morgun. Þetta er skrítin tilfinning, að senda síðasta barnið af stað í skóla, allir orðnir svo fullorðnir eitthvað. Sara að flytja að heiman og Viktoría á bara eitt ár eftir í stúdentsprófið. Svona líður þetta fljótt. Ég er öll að koma til núna, ég er á atvinnuleysisbótum og byrjuð að líta í kringum mig að vinnu. Ég er mjög bjartsýn á það að ég fái starf fljótt, kannski ekki við kennslu en þá eitthvað annað.
Knús
D.
Ingen kommentarer:
Send en kommentar