onsdag den 30. januar 2008
Brownies
Nammi namm. Sara er að baka brownies handa okkur, hlakka til að smakka!! Ég lét sko krakkana í skólanum sauma öskupoka í dag. Það var algjört hit, svo mikið stuð. Og viti menn, kennarinn labbaði um allt með öskupoka á bakinu hihi. Ég veit ekki hvernig þetta er á Íslandi núna, eru öskupokarnir ennþá jafn vinsælir og þegar ég var lítil? Eða hvað? Mér finnst þetta ákaflega spennandi enn þann dag í dag... en bolluvendirnir, það er kannski annað mál. Þegar íslensku börnin í Danmörku segja fólki frá að á bolludaginn "boller alle hinanden", þá getur upphafist misskilningur sko...hihi! Anyhow, ég ætla að ná í litlu skottin úr leikskólanum. Svo kannski set ég allt mögulegt smádót inn sem liggur "rundt omkring" í garðinum og úti á plani, það er nefnilega verið að tala um storm hérna, sem á að skella á á morgun. En við vitum nú flest hvernig danir bregðast við sínum "stormum"....sem er bara smá rok á okkkar mælikvarða. En þó hafa nú oltið tré og þakplötur fokið osv., svo það er aldrei að vita hvað gerist á morgun. Knús í bili
tirsdag den 29. januar 2008
Tíu....
Já, þá er ég komin aftur. Sko, ég fékk tíu fyrir annarverkefnið mitt, alveg meiriháttar. Þetta kom mér reyndar pínu á óvart, það var svo mikið annað í gangi í mínu lífi, en samt náði ég að skrifa gott verkefni um lestur og lestrarörðugleika barna. Mjög spennandi efni sem líklega gerði gæfumuninn. Manni gengur alltaf best í því sem manni finnst skemmtilegt og spennandi. René er búinn að kaupa vörubíl, algjört hit hjá syninum, hann er svoooo hamingjusamur með allar þessar vélar. Ég hef það bara mjög gott hérna í sveitinni, mér finnst auðvitað yndislegt að mæta í vinnuna hvern dag, og maðurinn minn og börnin mín fjögur eru heilbrigð og glöð. Þá er varla hægt að biðja um meira. Ég hefði nú alveg viljað sleppa við gubbupestina í nótt og í dag hjá þeim yngstu, eeeeen það er nú ekkert miðað við hvað margir þurfa að kljást við í lífinu. Ég skelli bráðum inn nýjum myndum, er ekki búin að vera dugleg að taka myndir...en bráðum er fastelavn svo það koma allavega nokkrar myndir af barbie prinsessunni og spiderman. Knús í bili, vona að allir sem ég þekki, fjölskylda og vinir, hafi það sem allra best.
søndag den 13. januar 2008
Duglegur mágur
Ég og René fórum með Lilju að heimsækja Sigga í bakaríið, þar sem hann var að æfa sig fyrir sveinsprófið í konditor, sem verður í febrúar. Ég lít allt öðrum augum á karamellur núna...ég meina, fyrr voru karamellur bara eitthvað sem maður borðaði og sem kostuðu mann eina fyllingu, en núna sé ég að það eru miklu meiri möguleikar. Til dæmis þessi fíni skúlptúr...ótrúlegt hvað hægt er að gera.
Kíkið endilega á myndirnar, kveðja í bili.
tirsdag den 8. januar 2008
Algjör rúsína
Annars er allt fínt að frétta af okkur, ég er farin að bíða eftir því að það komi að fermingunni hennar Söru, ég er farin að hlakka ansi mikið til. Og ég bíð líka eftir einkuninni minni frá Hjörring Seminarium, spennandi hvort ég hafi náð síðustu önn. Svo er ég annars að byrja á fullu aftur, mediedidaktik og medieundervisning. Mjög spennandi allt saman. Ég ætla að enda þetta á þessum orðum (var á fyrirlestri í fyrra hjá Georg Ørskov...mjög spennandi):
DET HANDLER OM MENNESKER!!
Hvorfor ser jeg det, jeg ser - i det jeg ser?
Har jeg fokus på de ressourcer vi har, eller de ressourcer vi ikke har?
Har jeg format til at se mig selv og min rolle udefra?
Bidrager jeg til sur-kultur eller glad-kultur?
Sig det!!!
Har du noget på hjerte, så sig det!!!
Sig det!!! Til den, der kan gøre noget ved det.
Forbered dig på at sige det.
Når du har sagt det, er du medansvarlig for at det bliver løst.
Hvad sagde jeg?
Hann segir líka: "Hellere dø af grin end dø af stress" Þetta er hér með nýja mottóið mitt!!
http://www.oerskov.dk/
torsdag den 3. januar 2008
Vá hvað við höfum það gott...
Það er alveg ótrúlegt hvað við höfum það gott. Ég var á mjög áhugaverðum fyrirlestri í dag, um lífsskilyrði flóttamanna. Þau eru ekki velkomin í sínu heimalandi, eru flest fórnarlömb pyntinga og guð má vita hvað þau eru búin að ganga í gegnum. Ég er svo fegin að ég fékk þessar upplýsingar í dag, allir hefðu gott af því að heyra hvernig veruleikinn er fyrir svo margt fólk. Auðvitað hafði maður hugmynd um erfiði flóttamanna, en mér fannst ég fá upplýsingarnar beint í æð, með þokkalega "konkrete eksempler".Og hvað erum við eiginlega að kvarta...ég bara spyr. Ég reyni nú dag hvern að vera jákvæð og glöð, og heppnast það yfirleitt, en ef maður er sífellt í kringum neikvætt fólk sem á svo ofboðslega bágt hvern einasta dag, nú þá fær maður nóg á endanum. Ég læt sem ég hlusta, en ég heyri ekki neitt...þá eru allir glaðir.
Anyhow, verið glöð og jákvæð...alltaf. Og elskið börnin ykkar, sama hvað!! Þau eru það dýrmætasta sem nokkur manneskja fær að eignast (fá að láni...) á lífsleiðinni!
Bless í bili og góða nótt
Anyhow, verið glöð og jákvæð...alltaf. Og elskið börnin ykkar, sama hvað!! Þau eru það dýrmætasta sem nokkur manneskja fær að eignast (fá að láni...) á lífsleiðinni!
Bless í bili og góða nótt
onsdag den 2. januar 2008
Fyrsti dagurinn í leikskólanum eftir jólafrí

Annars er allt gott að frétta af okkur, það var mjög gott að vakna í morgun, það getur nefnilega líka verið erfitt að vera í fríi. Maður snýr sólarhringnum við og það er ekkert sérstaklega hollt, allavega ekki fyrir mig. Ég er morgunmanneskja, finnst agalegt ef ég sef allan morguninn, enda vön að fara á fætur klukkan sex á hverjum morgni. Jæja, nóg um það, ég vona að allir hafi það gott. Knúsíknús
tirsdag den 1. januar 2008
Bordbombe
Abonner på:
Opslag (Atom)