tirsdag den 29. januar 2008

Tíu....

Já, þá er ég komin aftur. Sko, ég fékk tíu fyrir annarverkefnið mitt, alveg meiriháttar. Þetta kom mér reyndar pínu á óvart, það var svo mikið annað í gangi í mínu lífi, en samt náði ég að skrifa gott verkefni um lestur og lestrarörðugleika barna. Mjög spennandi efni sem líklega gerði gæfumuninn. Manni gengur alltaf best í því sem manni finnst skemmtilegt og spennandi. René er búinn að kaupa vörubíl, algjört hit hjá syninum, hann er svoooo hamingjusamur með allar þessar vélar. Ég hef það bara mjög gott hérna í sveitinni, mér finnst auðvitað yndislegt að mæta í vinnuna hvern dag, og maðurinn minn og börnin mín fjögur eru heilbrigð og glöð. Þá er varla hægt að biðja um meira. Ég hefði nú alveg viljað sleppa við gubbupestina í nótt og í dag hjá þeim yngstu, eeeeen það er nú ekkert miðað við hvað margir þurfa að kljást við í lífinu. Ég skelli bráðum inn nýjum myndum, er ekki búin að vera dugleg að taka myndir...en bráðum er fastelavn svo það koma allavega nokkrar myndir af barbie prinsessunni og spiderman. Knús í bili, vona að allir sem ég þekki, fjölskylda og vinir, hafi það sem allra best.

3 kommentarer:

Unknown sagde ...

Til lukku með 10una!! Þú ert snillingur! Ponsa var heppin að hafa þig í BH þennan stutta tíma sem hún var þar!!

Knús knús og klemm klemm!

Unknown sagde ...

...og vildi bara benda þér á að það er ekki hægt að kommetera hjá þér nema að vera blogspot eða gmail-notandi....þetta er eitthvað stillingsatriði...

....bara svona að skipta mér af....

Eydís.

Dóra sagde ...

ooohh, svo gaman að einhver nennir að lesa bloggið mitt. Þú ert svo yndisleg eydís mín. Takk... Hurru, ég skal reyna að breyta þessu með komment stillingarnar...kann örugglega ekkert á það, en takk fyrir að láta mig vita. Knús knús