Það er alveg ótrúlegt hvað við höfum það gott. Ég var á mjög áhugaverðum fyrirlestri í dag, um lífsskilyrði flóttamanna. Þau eru ekki velkomin í sínu heimalandi, eru flest fórnarlömb pyntinga og guð má vita hvað þau eru búin að ganga í gegnum. Ég er svo fegin að ég fékk þessar upplýsingar í dag, allir hefðu gott af því að heyra hvernig veruleikinn er fyrir svo margt fólk. Auðvitað hafði maður hugmynd um erfiði flóttamanna, en mér fannst ég fá upplýsingarnar beint í æð, með þokkalega "konkrete eksempler".Og hvað erum við eiginlega að kvarta...ég bara spyr. Ég reyni nú dag hvern að vera jákvæð og glöð, og heppnast það yfirleitt, en ef maður er sífellt í kringum neikvætt fólk sem á svo ofboðslega bágt hvern einasta dag, nú þá fær maður nóg á endanum. Ég læt sem ég hlusta, en ég heyri ekki neitt...þá eru allir glaðir.
Anyhow, verið glöð og jákvæð...alltaf. Og elskið börnin ykkar, sama hvað!! Þau eru það dýrmætasta sem nokkur manneskja fær að eignast (fá að láni...) á lífsleiðinni!
Bless í bili og góða nótt
3 kommentarer:
já við höfum það svo sannarlega gott :) verðum bara að vera meðvituð um það !
Jii, hvað ég er sammála þér, Dóra mín!
Að vera ánægður með það sem maður á en ekki óánægður með það sem maður á ekki...speki ha?! hehe
Gaman að sjá þig hér og þú ert svakalega dugleg að daga (blogga á íslensku)
Knús knús og klemm klemm,
Skvísur.
Akkúrat! Frábært að sjá að einhver tekur sér tíma að lesa bloggið mitt...(takk fyrir íslenskukennsluna Eydís) að daga...það hefði mér aldrei dottið í hug.
Send en kommentar