søndag den 13. januar 2008

Duglegur mágur



Ég og René fórum með Lilju að heimsækja Sigga í bakaríið, þar sem hann var að æfa sig fyrir sveinsprófið í konditor, sem verður í febrúar. Ég lít allt öðrum augum á karamellur núna...ég meina, fyrr voru karamellur bara eitthvað sem maður borðaði og sem kostuðu mann eina fyllingu, en núna sé ég að það eru miklu meiri möguleikar. Til dæmis þessi fíni skúlptúr...ótrúlegt hvað hægt er að gera.

Kíkið endilega á myndirnar, kveðja í bili.

1 kommentar:

Lilja sagde ...

flottar myndirnar :) þegar siggi kom í bakaríið í morgun var ein kúlan dottin - þessi neðri, en hann var bara sáttur því það er betra að vera með oddatölur.. hehe :)