lørdag den 31. januar 2009

Notalegur laugardagur - dejlig lørdag

Þetta er búið að vera mjög notalegur laugardagur hjá okkur. Við skelltum okkur í sund í morgun, ég, René, Sara og þau litlu. Æðislega gaman. Ég gat synt fjórar ferðir í stóru lauginni, og þá var ég alveg búin á því. Þarf að taka mig á.
Svo stoppuðum við í bakaríi á leiðinni heim og keyptum brauð og köku. Þegar við komum heim, þá beið elsta dóttirin þar ásamt tengdasyni okkar, honum Jeppe. Hann er voða sætur og okkur þykir ósköp vænt um hann. Svo er hann mjög góður við hana Viktoríu okkar, og það skiptir jú mestu máli.
Knús í bili, hafið það sem allra best
Posted by Picasa

tirsdag den 27. januar 2009

Baka baka

Það er sko alltaf gaman að baka pitsu. Eva er reyndar pínu lúmsk, hún borðar allt pepperoniið á meðan hún er að setja á pitsuna. Eitt á pitsu, eitt í munn.
Allt fínt að frétta af okkur í DK, ég er ekki enn komin í gang með verkefnaskrifin, er voða eitthvað löt þessa dagana. Vantar smá spark í rassinn.
Hugurinn er voða mikið á Íslandi þessa dagana, ferlegt að vera með heimþrá, og sérstaklega þegar ástandið er svona slæmt og maður veit að það er vitleysa að huga að heimferð. Jú og svo höfum við það mjög gott hérna...

Kveð að sinni
Posted by Picasa

mandag den 19. januar 2009

Grethe kom í heimsókn

Eva fékk góðan gest frá leikskólanum um daginn. Hún heitir Gréta og er að heimsækja öll börnin í leikskólanum. Það fylgir bók með, og í bókina skrifar maður hvað er búið að gerast í heimsókninni. Mjög gaman að þessu...

Knús í bili.





Posted by Picasa

tirsdag den 13. januar 2009

Óheppin hjón?

Ég veit nú ekki alveg með það, en við erum ansi nálægt því að geta kallað okkur pínu óheppin þessa dagana allavega. Það er búið að ganga svolítið upp og niður hérna, við erum með ömurlegan lækni og það er sko hægara sagt en gert að skipta um lækni hérna þar sem við búum. Ástæðan er sú, að það eru svo margir að flýja læknana í Storvorde að aðrir læknar í nágrenninu eru með yfirfullt og búið að loka fyrir nýja "kúnna". Svo við fundum góðan lækni í miðborg Álaborgar, sem er 16 km frá heimili okkar. Þegar er meira en 15 km til læknisins, þá þarf að fá skriflegt samþykki frá lækninum um, að hann eða hún vilji vera okkar læknir. En það var ekkert mál, ótrúlegt en satt. Svo er það nú þannig að ég er hætt að reykja, og er ótrúlega sátt við það. Í fyrrakvöld ákvað ég að vera góð við fjésið á mér og bar á mig maska. Rosa fín, alveg skjannahvít í framan og þetta átti að vera framan í mér í ca korter. Ég man að ég leit útum gluggann og sá René úti í rigningunni og rokinu, hann var að reyna að losa vörubílinn sinn úr drullumallinu hjá okkur. Þið sem þekkið DK vitið að dönsku vetrarnir eru voða mikið drullumall bara. Svo kom René inn og þurfti mína aðstoð, það eina sem ég átti að gera var að bremsa vörubílinn þegar hann var losnaður úr drullunni. Svo ég dreif mig út og við fyrstu vindhviðu festist allt hárið á mér við andlitið á mér, ég var náttúrulega með þennan fína maska á mér! Oj bara, þvílík klessa. Allavega, vörubíllinn losnaði, ég gat bremsað og svo fór ég inn og skrúbbaði á mér andlitið og þvoði á mér hárið.
Viktoría er búin að vera í vandræðum með buskortið sitt. Allt í einu er það ekki með nógu margar zoner, svo ég fór að kanna það í gærmorgun. Komst ég þá að því að við búum akkúrat á grensunum milli þrjár og fjórar zoner. Svo ef hún tekur skólarútunna héðan, þá er það þrjár zoner (eins og kortið hennar er stimplað sem) en ef hún tekur bussen frá Gudumholm, þá er það fjórar zoner. Fáránlegt. Ekki nóg með það, ég get ekki keypt 4 zoner kort fyrir hana, því heimilisfangið hennar er inni á þremur zonum. Eyddi örugglega tveimur klukkutímum í símanum útaf þessu veseni. Svo fór ég í skólann og gekk bara vel, fór svo til tannlæknisins og vá hvað það var vont. Samt ákvað ég að taka eitt lítið rölt í bænum fyrst ég var þar hvort sem var, vinstri hliðin alveg dofin útaf deyfingunni. Svo fæ ég sms frá Söru. Þá hafði maður frá Nordjyllands trafikselskab (útaf buskortinu) hringt og sagt að frá og með í dag væri enginn bus sem keyrir framhjá húsinu okkar á morgnana. Ó mæ god. Enginn skólabus. Ég stóð í miðbænum, deyfingin var að fara úr tönninni á mér og fékk svo þessar fréttir. Langaði bara að gráta. René dreif sig eftir vinnu að kaupa ljós á hjólið hennar og setja meira loft í dekkin og gera allt klárt fyrir hana. Ekki var hún nú spes ánægð með að þurfa að hjóla til næsta bæjar til að ná skólarútunni, en það gekk nú bara ágætlega. Svo hringdi hún í morgun hálfhlægjandi og sagði að rútan KEYRIR framhjá húsinu okkar. Ég skil hvorki upp né niður í einu né neinu. Ég sat með Söru í morgun við morgunverðarborðið og klukkan fimm mínútur yfir sjö heyrði ég í rútu...og sagði við Söru: "þetta hljómaði alveg eins og skólarútan...og akkúrat á sama tíma líka". Nú þá var þetta barasta skólarútan.
René er hálf pirraður þessa dagana, allt gengur á afturfótunum í vinnunni hjá honum, það gengur kannski vel í klukkutíma og svo dynja óhöppin yfir. Svo hann er orðin þreyttur greyið.
Jæja, þetta var langt blogg en svona er þetta stundum. Og þetta er bara helmingurinn af því sem búið er að ganga á hér síðustu daga, ég geri ykkur það ekki að skrifa meir..þá nennir enginn að lesa bloggið mitt!! Knús í bili

søndag den 11. januar 2009

Jeg og sønnen ude i naturen

Der findes ikke noget bedre end en dejlig gåtur, sammen med en dejlig søn:-) Vi tog en lille tur til Dokkedal, det blæste rigtig meget men det betød ingenting, vi nød det alligevel. Vi snakkede en hel masse og fik røde kinder begge to.
Det er noget man burde gøre hver dag!!
Posted by Picasa

onsdag den 7. januar 2009

Nú skil ég þetta allt saman betur

Rygestop giver gener
Mennesker, der holder op med at ryge, må være forberedt på at møde en del gener - ud over abstinenser - i de første uger efter rygestoppet, advarer britiske eksperter. En til to uger efter et rygestop vil mindst en ud af tre få forkølelse, løbende næse eller ondt i halsen, formentlig på grund af et kortvarigt nedsat immunforsvar. (Berlingske Tidende, 26-02-03)

Ég er að DREPAST í hálsinum!! Líður eins og bráðum hætti ég að ná andanum, þetta er alveg einstaklega óþægilegt. En líður vel að öðru leyti. Fegin að vera hætt að reykja, búin að þyngjast aðeins en það gerir ekkert til...tíundi reyklausi dagurinn í dag:-)

knúsíknús

Fjósið farið...


Jæja, þá er ekki mikið eftir af fjósinu. René byrjaði í gær að rífa það niður, og ég ákvað að skella nokkrum myndum inn í dag, svo þið hin getið séð hvað mikið er búið að gerast síðustu tvo daga:-)
Annars er allt fínt að frétta af okkur, erfitt að byrja aftur að vinna og læra eftir svona langt og gott jólafrí. En ótrúlegt hvað maður er fljótur að snúa sólarhringnum við aftur, tekur bara eina nótt...hehe. Þar sem maður by the way er vakandi og fúll yfir að geta ekki sofnað. Kvöldið eftir er erfitt að halda sér vakandi eftir klukkan átta!

Knús á línuna
Posted by Picasa

torsdag den 1. januar 2009

Heitt kakó í kuldanum


Á gamlársdag var frekar kalt, svo við tókum með okkur heitt kakó út að leika. Okkur hitnaði alveg pínu við það... Við vorum bara heima í rólegheitum í gærkveldi, Sara var hjá Sunnevu og Viktoría var í partýi með vinum sínum. Við vorum fjögur heima og á miðnætti skáluðum við í kóki og kampavíni..

Knús og gleðilegt ár