Ég veit nú ekki alveg með það, en við erum ansi nálægt því að geta kallað okkur pínu óheppin þessa dagana allavega. Það er búið að ganga svolítið upp og niður hérna, við erum með ömurlegan lækni og það er sko hægara sagt en gert að skipta um lækni hérna þar sem við búum. Ástæðan er sú, að það eru svo margir að flýja læknana í Storvorde að aðrir læknar í nágrenninu eru með yfirfullt og búið að loka fyrir nýja "kúnna". Svo við fundum góðan lækni í miðborg Álaborgar, sem er 16 km frá heimili okkar. Þegar er meira en 15 km til læknisins, þá þarf að fá skriflegt samþykki frá lækninum um, að hann eða hún vilji vera okkar læknir. En það var ekkert mál, ótrúlegt en satt. Svo er það nú þannig að ég er hætt að reykja, og er ótrúlega sátt við það. Í fyrrakvöld ákvað ég að vera góð við fjésið á mér og bar á mig maska. Rosa fín, alveg skjannahvít í framan og þetta átti að vera framan í mér í ca korter. Ég man að ég leit útum gluggann og sá René úti í rigningunni og rokinu, hann var að reyna að losa vörubílinn sinn úr drullumallinu hjá okkur. Þið sem þekkið DK vitið að dönsku vetrarnir eru voða mikið drullumall bara. Svo kom René inn og þurfti mína aðstoð, það eina sem ég átti að gera var að bremsa vörubílinn þegar hann var losnaður úr drullunni. Svo ég dreif mig út og við fyrstu vindhviðu festist allt hárið á mér við andlitið á mér, ég var náttúrulega með þennan fína maska á mér! Oj bara, þvílík klessa. Allavega, vörubíllinn losnaði, ég gat bremsað og svo fór ég inn og skrúbbaði á mér andlitið og þvoði á mér hárið.
Viktoría er búin að vera í vandræðum með buskortið sitt. Allt í einu er það ekki með nógu margar zoner, svo ég fór að kanna það í gærmorgun. Komst ég þá að því að við búum akkúrat á grensunum milli þrjár og fjórar zoner. Svo ef hún tekur skólarútunna héðan, þá er það þrjár zoner (eins og kortið hennar er stimplað sem) en ef hún tekur bussen frá Gudumholm, þá er það fjórar zoner. Fáránlegt. Ekki nóg með það, ég get ekki keypt 4 zoner kort fyrir hana, því heimilisfangið hennar er inni á þremur zonum. Eyddi örugglega tveimur klukkutímum í símanum útaf þessu veseni. Svo fór ég í skólann og gekk bara vel, fór svo til tannlæknisins og vá hvað það var vont. Samt ákvað ég að taka eitt lítið rölt í bænum fyrst ég var þar hvort sem var, vinstri hliðin alveg dofin útaf deyfingunni. Svo fæ ég sms frá Söru. Þá hafði maður frá Nordjyllands trafikselskab (útaf buskortinu) hringt og sagt að frá og með í dag væri enginn bus sem keyrir framhjá húsinu okkar á morgnana. Ó mæ god. Enginn skólabus. Ég stóð í miðbænum, deyfingin var að fara úr tönninni á mér og fékk svo þessar fréttir. Langaði bara að gráta. René dreif sig eftir vinnu að kaupa ljós á hjólið hennar og setja meira loft í dekkin og gera allt klárt fyrir hana. Ekki var hún nú spes ánægð með að þurfa að hjóla til næsta bæjar til að ná skólarútunni, en það gekk nú bara ágætlega. Svo hringdi hún í morgun hálfhlægjandi og sagði að rútan KEYRIR framhjá húsinu okkar. Ég skil hvorki upp né niður í einu né neinu. Ég sat með Söru í morgun við morgunverðarborðið og klukkan fimm mínútur yfir sjö heyrði ég í rútu...og sagði við Söru: "þetta hljómaði alveg eins og skólarútan...og akkúrat á sama tíma líka". Nú þá var þetta barasta skólarútan.
René er hálf pirraður þessa dagana, allt gengur á afturfótunum í vinnunni hjá honum, það gengur kannski vel í klukkutíma og svo dynja óhöppin yfir. Svo hann er orðin þreyttur greyið.
Jæja, þetta var langt blogg en svona er þetta stundum. Og þetta er bara helmingurinn af því sem búið er að ganga á hér síðustu daga, ég geri ykkur það ekki að skrifa meir..þá nennir enginn að lesa bloggið mitt!! Knús í bili
Ingen kommentarer:
Send en kommentar