mandag den 31. januar 2011

Dóttirin í Egyptalandi

og ekki er ég ánægð með það... Óeirðirnar halda áfram að breiða úr sér og þótt að hún Sara Margrét sé í um 500 km fjarlægð frá Kaíró þá er manni hreint ekki sama. Hún er þar í fríi með kærastanum og fjölskyldu hans, og finna þau ekkert fyrir öllum látunum, allavega ekki ennþá. Þau eiga flug heim á mánudaginn næsta, og verðum við bara að vona að þau komist með því flugi. Nú þegar er byrjað að flytja ferðamenn heim, þar á meðal frá Danmörku. Sara og þau sem hún ferðast með eru reyndar ekki þar á meðal, svo ég er pínu áhyggjufull.

Annars er allt fínt að frétta, við ætlum að fara til Viktoríu seinna í dag, það verður kósí.

Knús í bili
Dóra

mandag den 24. januar 2011

AAARRGGG

Það er lífsins ómögulegt að fá almennilega læknishjálp hérna fyrir börnin! Hérna þarf maður að BERJAST fyrir því að fá börnin skoðuð og manni er vísað fram og tilbaka án þess að nokkur sé fær um að gera eitt né neitt. Þetta er alveg fáránlegt og ég er að fá nóg!!
Við erum neydd til að fylla Evu af verkjalyfjum svo hún meiki það fram á morgundaginn. Hún er að fá endajaxl en tannholdið er ekki alveg að gefa sig. Þetta lítur ekki fallega út og aumingja stelpan grætur og grætur. En NEI, hérna kemstu ekki með börnin þín til læknis þegar þörf er á!! Ég nenni ekki að berjast meira við systemið hérna, ég er löngu búin að gefast upp á því, svo við notumst við verkjalyfin og vonum að eitthvað verði hægt að gera á morgun!!
TAKK Storvorde tandpleje... fyrir ekkert!

onsdag den 19. januar 2011

Fallegar minningar frá Grikklandi






Ég get stundum setið í langan tíma og horft á myndirnar sem ég tók á Grikklandi í haust. Svakalega er þetta fallegt land og mikil ró yfir staðnum sem ég var á. Þessa mynd tók ég þegar ég og Karina vinkona mín sátum á veitingastað í 30 stiga hita. Ég er mikið náttúrubarn og hlakka þess vegna mikið til að koma aftur til Íslands... Þótt fallegt sé hérna í DK þá er ekki hægt að líkja þessum löndum saman hvað náttúrufegurð varðar. Þá eru Grikkland og Ísland sigurvegarar. Svo er líka ein mynd í uppáhaldi hjá mér þessa dagana, en þá mynd tók ég á leiðinni til Glasgow frá Akureyri. Ég hefði aldrei upplifað þá fegurð (og það ævintýri) hefði Eyjafjallajökull ekki farið að gjósa.
Elsku allir, vona að þið hafið það gott...

Posted by Picasa

lørdag den 15. januar 2011

Egyptaland...

Já ekki væri verra að skella sér þangað í tvær vikur. En það er einmitt það sem Sara er að fara að gera, hún og Andreas fara með fjölskyldunni hans til Egyptalands í lok janúar og spóka sig í sólinni þar í tvær vikur. Þau verða á algjöru lúksushóteli, og ef ykkur langar að sjá myndir af hótelinu þá er það hér: http://www.holidaycheck.com/hotel-Travel+pictures_Hotel+Titanic+Palace-ch_ub-hid_276381.html?action=detail&mediaId=1157723813
Hótelið heitir eitthvað með Titanic.
Svo er Viktoría að fara að flytja inní sína fyrstu íbúð, hún átti að flytja í dag en því var frestað til mánudags. Það gleymdist nefnilega að ná í lykilinn áður en viceværten fór heim í helgarfrí...hihi.
Ég er ennþá á fullu í hollustunni en í gær svindlaði ég örlítið. Ég og René fórum með börnin í Toysrus því þau voru búin að safna sér pening fyrir einhverju sérstöku. Og svo ákváðum við bara að skella okkur á Burger King á leiðinni heim.... Namminamm, það var reyndar svakalega gott en mér leið ekkert sérstaklega vel í maganum um kvöldið. En ég labba bara aðeins meira! Svo er það nú líka þannig að ef maður borðar hollt og passar sig, þá ætti maður að geta farið á svona staði með góðri samvisku. Og börnunum finnst þetta frábært.
Knús í bili, vona að allir hafi það gott
Dóra

fredag den 14. januar 2011

Fyrir og eftir myndir!!


Ég veit ekki með ykkur, en ég sé stóran mun á mér. Það er ekki nema eitt ár á milli, en mér finnst ég hreinlega yngjast ef eitthvað er... Ég mæli eindregið með bættu mataræði og hreyfingu!! Byrjaði til dæmis daginn í dag á gulrótar/sellerí safa, og bætti í spínati og engiferrót. Það var bara fínt á bragðið. Svo þreif ég allan ísskápinn minn og fór svo í labbitúr með hundinn. Og nú er klukkan samt bara hálftíu að morgni, og allur dagurinn eftir. Ég hef verið á fullu spani síðan fyrsta barnið fæddist fyrir 18 árum síðan og er loksins að byrja að njóta þess að eiga tíma fyrir sjálfa mig. Ég þurfti að læra það fyrst...
Knús
Posted by Picasa

torsdag den 13. januar 2011

Nýtt líf, nýtt útlit....


Það er stundum ekki nóg bara að breyta um mataræði, hreyfa sig meira og byrja að drekka hreinsandi olíur og taka inn lýsi. Það þarf oft eitthvað annað og meira til. Svo ég ákvað að hætta að eyða ÞÚSUNDUM af krónum (dönskum krónum!!)í hárgreiðslustofur og er byrjuð að lita á mér hárið sjálf. Ég hef ekki klippt það síðan hún yndislega hárgreiðslukonan mín flutti til Íslands, svo ætli ég fái ekki Lilju til að klippa af endunum einn daginn. Annars er ég mjög ánægð með nýja litinn, því ég hef verið dökkhærð í ansi mörg ár. Og þegar maður er með ljósar strípur, nú þá kemur þessi líka forljóta rót reglulega, og ég nenni því ekki lengur. Enda fer stór partur af mínum tíma núna í yoga, hlaup og langa labbitúra! (Ég sneri mér við fyrir framan webcamið mitt, svo hægt væri að sjá litinn!!)


Um áramótin hætti ég að drekka gos. Og hætti allri ofnotkun á sykri, en er ekki enn orðin fanatísk!! Verð það líklega aldrei, því mér finnst súkkulaðikökur svo góðar, helst með miklum rjóma. En ég er búin að léttast um þrjú kíló síðan um áramótin, og hef í raun ekki gert neitt sérstakt annað en að taka sykurinn út og hreyfa mig aðeins meira. Ég reyndar passa mig svakalega á því hvað ég borða, en það er nú ekki vegna þess að mér finnst ég vera of stór, alls ekki. Það er meira útaf húðinni minni! Ég tek inn hörfræolíu hvern dag, eina matskeið. Svo tek ég líka inn lýsi hvern dag og tek C-vítamín að sjálfsögðu. Ég byrja hvern dag á volgu vatni (soðið kvöldinu áður) og bý mér svo til gulrótar/sellerí djús!! Var meira að segja að fjárfesta í frábærri djúsvél í Elgiganten hjá honum Steina. Þetta er Kenwood vél sem ég skelli bara á hrærivélina mína, mjög sniðugt. Ég er strax farin að finna fyrir þessu breytta líferni, er mikið rólegri og léttari á mér einhvernveginn.

Anyhow, ég er að fara á námskeið í coaching, byrja þann 2.febrúar. Þetta verður í Árósum svo það er smá spotti að keyra, vonum bara að bíllinn meiki það... Mér finnst þetta frekar nýr bíll, en á íslenskum mælikvarða er hann örugglega antik (2000 módel).
Knús í bili

søndag den 2. januar 2011

Gleðilegt ár


Vona að allir hafi það gott og ég óska ykkur alls hins besta á nýja árinu!!
Knús og kossar frá okkur í Gudumholm

Dóra
Posted by Picasa