torsdag den 13. januar 2011

Nýtt líf, nýtt útlit....


Það er stundum ekki nóg bara að breyta um mataræði, hreyfa sig meira og byrja að drekka hreinsandi olíur og taka inn lýsi. Það þarf oft eitthvað annað og meira til. Svo ég ákvað að hætta að eyða ÞÚSUNDUM af krónum (dönskum krónum!!)í hárgreiðslustofur og er byrjuð að lita á mér hárið sjálf. Ég hef ekki klippt það síðan hún yndislega hárgreiðslukonan mín flutti til Íslands, svo ætli ég fái ekki Lilju til að klippa af endunum einn daginn. Annars er ég mjög ánægð með nýja litinn, því ég hef verið dökkhærð í ansi mörg ár. Og þegar maður er með ljósar strípur, nú þá kemur þessi líka forljóta rót reglulega, og ég nenni því ekki lengur. Enda fer stór partur af mínum tíma núna í yoga, hlaup og langa labbitúra! (Ég sneri mér við fyrir framan webcamið mitt, svo hægt væri að sjá litinn!!)


Um áramótin hætti ég að drekka gos. Og hætti allri ofnotkun á sykri, en er ekki enn orðin fanatísk!! Verð það líklega aldrei, því mér finnst súkkulaðikökur svo góðar, helst með miklum rjóma. En ég er búin að léttast um þrjú kíló síðan um áramótin, og hef í raun ekki gert neitt sérstakt annað en að taka sykurinn út og hreyfa mig aðeins meira. Ég reyndar passa mig svakalega á því hvað ég borða, en það er nú ekki vegna þess að mér finnst ég vera of stór, alls ekki. Það er meira útaf húðinni minni! Ég tek inn hörfræolíu hvern dag, eina matskeið. Svo tek ég líka inn lýsi hvern dag og tek C-vítamín að sjálfsögðu. Ég byrja hvern dag á volgu vatni (soðið kvöldinu áður) og bý mér svo til gulrótar/sellerí djús!! Var meira að segja að fjárfesta í frábærri djúsvél í Elgiganten hjá honum Steina. Þetta er Kenwood vél sem ég skelli bara á hrærivélina mína, mjög sniðugt. Ég er strax farin að finna fyrir þessu breytta líferni, er mikið rólegri og léttari á mér einhvernveginn.

Anyhow, ég er að fara á námskeið í coaching, byrja þann 2.febrúar. Þetta verður í Árósum svo það er smá spotti að keyra, vonum bara að bíllinn meiki það... Mér finnst þetta frekar nýr bíll, en á íslenskum mælikvarða er hann örugglega antik (2000 módel).
Knús í bili

3 kommentarer:

Stefán bróðir sagde ...

Naaah.. Nú er bara að koma í heimsókn til Íslands svo við getum vanið þið af öllum góðu siðunum :)

Bestu kveðjur
Stefán

Dóra sagde ...

Hehe, þú getur reynt!! Knús

Anonym sagde ...

Þetta er alveg frábært Dóra mín og gefur okkur syndaselunum von.Knús mamma