Hótelið heitir eitthvað með Titanic.
Svo er Viktoría að fara að flytja inní sína fyrstu íbúð, hún átti að flytja í dag en því var frestað til mánudags. Það gleymdist nefnilega að ná í lykilinn áður en viceværten fór heim í helgarfrí...hihi.
Ég er ennþá á fullu í hollustunni en í gær svindlaði ég örlítið. Ég og René fórum með börnin í Toysrus því þau voru búin að safna sér pening fyrir einhverju sérstöku. Og svo ákváðum við bara að skella okkur á Burger King á leiðinni heim.... Namminamm, það var reyndar svakalega gott en mér leið ekkert sérstaklega vel í maganum um kvöldið. En ég labba bara aðeins meira! Svo er það nú líka þannig að ef maður borðar hollt og passar sig, þá ætti maður að geta farið á svona staði með góðri samvisku. Og börnunum finnst þetta frábært.
Knús í bili, vona að allir hafi það gott
Dóra
2 kommentarer:
Það er greinilega nóg að gera hjá ykkur fjölskyldunni :) Finnst frábært að þú sért að hugsa svona um heilsuna ég vildi ég væri duglegri að borða hollt.Knús Dóra mín og já flottur háralitur ;) kv. Bríet
Ég er alveg búin að sjá hvað manni líður eitthvað betur með breyttu mataræði. Reyndar fékk ég algjört flipp í gærkveldi og sökkti mér ofaní súkkulaðipoka!! Og skolaði niður með kóki!! Hehe, læt það ekki gerast aftur í bráð... Knúsíknús, vona að þú hafir það gott, bið að heilsa
Send en kommentar