og ekki er ég ánægð með það... Óeirðirnar halda áfram að breiða úr sér og þótt að hún Sara Margrét sé í um 500 km fjarlægð frá Kaíró þá er manni hreint ekki sama. Hún er þar í fríi með kærastanum og fjölskyldu hans, og finna þau ekkert fyrir öllum látunum, allavega ekki ennþá. Þau eiga flug heim á mánudaginn næsta, og verðum við bara að vona að þau komist með því flugi. Nú þegar er byrjað að flytja ferðamenn heim, þar á meðal frá Danmörku. Sara og þau sem hún ferðast með eru reyndar ekki þar á meðal, svo ég er pínu áhyggjufull.
Annars er allt fínt að frétta, við ætlum að fara til Viktoríu seinna í dag, það verður kósí.
Knús í bili
Dóra
Ingen kommentarer:
Send en kommentar