Ég get stundum setið í langan tíma og horft á myndirnar sem ég tók á Grikklandi í haust. Svakalega er þetta fallegt land og mikil ró yfir staðnum sem ég var á. Þessa mynd tók ég þegar ég og Karina vinkona mín sátum á veitingastað í 30 stiga hita. Ég er mikið náttúrubarn og hlakka þess vegna mikið til að koma aftur til Íslands... Þótt fallegt sé hérna í DK þá er ekki hægt að líkja þessum löndum saman hvað náttúrufegurð varðar. Þá eru Grikkland og Ísland sigurvegarar. Svo er líka ein mynd í uppáhaldi hjá mér þessa dagana, en þá mynd tók ég á leiðinni til Glasgow frá Akureyri. Ég hefði aldrei upplifað þá fegurð (og það ævintýri) hefði Eyjafjallajökull ekki farið að gjósa.
onsdag den 19. januar 2011
Fallegar minningar frá Grikklandi
Ég get stundum setið í langan tíma og horft á myndirnar sem ég tók á Grikklandi í haust. Svakalega er þetta fallegt land og mikil ró yfir staðnum sem ég var á. Þessa mynd tók ég þegar ég og Karina vinkona mín sátum á veitingastað í 30 stiga hita. Ég er mikið náttúrubarn og hlakka þess vegna mikið til að koma aftur til Íslands... Þótt fallegt sé hérna í DK þá er ekki hægt að líkja þessum löndum saman hvað náttúrufegurð varðar. Þá eru Grikkland og Ísland sigurvegarar. Svo er líka ein mynd í uppáhaldi hjá mér þessa dagana, en þá mynd tók ég á leiðinni til Glasgow frá Akureyri. Ég hefði aldrei upplifað þá fegurð (og það ævintýri) hefði Eyjafjallajökull ekki farið að gjósa.
Abonner på:
Kommentarer til indlægget (Atom)
Ingen kommentarer:
Send en kommentar