Ég veit ekki með ykkur, en ég sé stóran mun á mér. Það er ekki nema eitt ár á milli, en mér finnst ég hreinlega yngjast ef eitthvað er... Ég mæli eindregið með bættu mataræði og hreyfingu!! Byrjaði til dæmis daginn í dag á gulrótar/sellerí safa, og bætti í spínati og engiferrót. Það var bara fínt á bragðið. Svo þreif ég allan ísskápinn minn og fór svo í labbitúr með hundinn. Og nú er klukkan samt bara hálftíu að morgni, og allur dagurinn eftir. Ég hef verið á fullu spani síðan fyrsta barnið fæddist fyrir 18 árum síðan og er loksins að byrja að njóta þess að eiga tíma fyrir sjálfa mig. Ég þurfti að læra það fyrst...
Knús

Ingen kommentarer:
Send en kommentar