mandag den 6. december 2010

Vetrarlegt í Danmörku


Veturinn er svo sannarlega kominn til okkar, í öllu sínu veldi! Það er mjög fallegt veðrið hérna eins og er, sólskin og snjór yfir öllu. Allt mjög jólalegt...
Annars er allt fínt að frétta af okkur hér á Jótlandi, krökkunum gengur vel í skólanum og Viktoría er að fara að taka bílprófið í dag. Svo kemur Sara heim á sunnudaginn, og þá er öll fjölskyldan sameinuð aftur.
Ég er sjálf að reyna að finna mér eitthvað að gera, það er mjög erfitt að fá vinnu hérna eins og er, svo ég er bara dugleg að fara í labbitúra og hreyfa mig. Svo er reyndar alltaf nóg að gera þegar maður er með stórt heimili..
Knús í bili
Posted by Picasa

tirsdag den 30. november 2010

Skrítið veður




Það var mjög skrítið veður í gær, sólin skein en samt var svo dimmt yfir öllu og mikið rok. Ég tók nokkrar myndir útum eldhúsgluggann minn, og svo læt ég fylgja með mynd af aðventukransinum mínum sem ég BAKAÐI! Ég hef ekki bakað aðventukrans síðan Viktoría var eins árs... hvað er það, tólf ár?:-)
Kisinn minn er alltaf að narta í kransinn, ég vona að það verði eitthvað eftir af honum þegar kveikt verður á síðasta kertinu:-)
Og svo þarf reglulega að rétta kertin við því þau síga í allar áttir, mjög fyndið.
Þetta er bara gaman, loksins kom jólaskapið hjá mér, hefur ekki gerst síðastliðin þrjú ár allavega, svo allir eru kátir með það. Alltaf ferlegt að þurfa að pína sig í jólaskap, vonandi gerist það aldrei aftur.
Knús í bili

Dóra
Posted by Picasa

mandag den 29. november 2010

Norðmenn í laufabrauðsbakstri?


Já þá gerist þetta...hihi. Áttum frábæran laugardag í laufabrauðsbakstri með Sigurbjörgu. Allir tóku þátt í bakstrinum og börnunum þótti einstaklega gaman að gera flott munstur. Svo enduðum við náttúrulega í smá rauðvínsdrykkju á eftir... mjög kósí!
Ég skelli inn myndum frá deginum
Knús
Dóra
Posted by Picasa

torsdag den 25. november 2010

Jólin nálgast

Posted by PicasaOg hvernig er annað hægt en að vera komin í jólaskap. Yndisleg snjókoma úti og bráðum kemur dóttirin heim frá Íslandi. Við söknum hennar mjög mikið og það verður frábært að fá hana heim. Knús til ykkar allra, ég er búin að skella nýjum myndum inná myndasíðuna!

mandag den 16. august 2010

Kveðjustund


Jæja, þá er stelpan mín farin til Íslands í fjölbraut á Selfossi. Við söknum hennar alveg svakalega mikið og hlökkum til að fá hana heim um jólin!! Stefán litli er ágætis ljósmyndari og náði þessari fínu mynd af okkur á lestarstöðinni. Eva tók líka fína mynd af okkur en það vantaði nokkra hausa...hehe.

Knús elsku Sara og gangi þér vel á Fróni!!
Posted by Picasa

torsdag den 12. august 2010

Krúsídúlla




Og svo samviskusöm frá fyrsta degi í skólanum. Stefán var líka svo fínn fyrsta daginn sinn í 1.bekk (2.bekk á Ísl.) Alveg meiriháttar dagur fyrir bæði börn og foreldra.... allir með myndavélar og alles.


Knus
Posted by Picasa

mandag den 9. august 2010

Eva


Þessi unga dama er að byrja í skóla á morgun. Þetta er skrítin tilfinning, að senda síðasta barnið af stað í skóla, allir orðnir svo fullorðnir eitthvað. Sara að flytja að heiman og Viktoría á bara eitt ár eftir í stúdentsprófið. Svona líður þetta fljótt. Ég er öll að koma til núna, ég er á atvinnuleysisbótum og byrjuð að líta í kringum mig að vinnu. Ég er mjög bjartsýn á það að ég fái starf fljótt, kannski ekki við kennslu en þá eitthvað annað.
Knús
D.
Posted by Picasa

lørdag den 22. maj 2010

Akureyri


Jæja, ferðin til Íslands var alveg yndisleg. Það var líka skemmtileg upplifun að fljúga frá flugvellinum á Akureyri, þótt ég hefði lent í smá ævintýri í Skotlandi án vegabréfs!! Verð að fara að endurnýja vegabréfið mitt, það rann út fyrir þremur árum!
Annars gengur ágætlega hjá okkur, ekkert nýtt að frétta eins og er. Jú, litlu ormarnir mínir helltu öllu meikinu mínu í sápuna inná baðherbergi, svo þegar ég fór að þvo mér um hendurnar kom bara brún "drulla". Manni leiðist nú aldrei með svona prakkara inná heimilinu....
Viktoríu er búið að ganga mjög vel í skólanum, svo bráðum á hún bara eitt ár eftir í stúdentinn. Sara er að brillera í sínum skóla og verður spennandi að sjá, hvort hún fari í ML.
Bless í bili

Dóra
Posted by Picasa

lørdag den 17. april 2010

Flugmiði til Íslands....

Jæja, þá er spurning hvort ég komist yfirhöfuð til Íslands í atvinnuviðtalið mitt. Ég er búin að bíða spennt, en þetta ætlar víst ekki að ganga upp. Ég tek nú samt einn dag í einu og vona bara það besta. Svo er spurning hvort maður komist heim á miðvikudaginn, en kemst ég tilbaka aftur til DK á sunnudaginn? Það er góð spurning...
Allavega, það er nóg að gera í vinnunni hjá mér, það eru foreldraviðtöl framundan, bæði mánudag og þriðjudag, svo ég kem seint heim þá dagana. Svo er Íslandsferðin framundan, þar sem ég fer í atvinnuviðtal og heimsæki eins marga og ég mögulega get og næ á þessum stutta tíma. Og svo verður bara pantaður gámur og miði fyrir okkur aðra leiðina. Svo þetta er að skella á, og ég hlakka alveg ofboðslega mikið til. Stefán litli er líka að deyja úr spenning, enda líður honum ekkert sérstaklega vel í skólanum sínum hérna. Hann er ekki nógu "harður af sér" segir kennarinn, bölvuð vitleysa. Þetta eru harðir naglar í þessum sex ára bekk, lemjandi, sparkandi og bítandi. Og Stefán grætur oft og tekur ekki þátt í slagsmálunum í strákahópnum.
Bæó
Dóra

onsdag den 7. april 2010

Vorið er komið


Jæja, það er ekkert yndislegra en að keyra í vinnuna á morgnana, þreytt og í miðri trafíkinni á hraðbrautinni... þegar að maður heyrir í veðurfréttunum, að hitinn eigi að fara upp í 17 stig þennan daginn (gerðist í gær...). Þá verður allt eitthvað svo frábært allt í einu...hihi.
En með hitanum koma pöddurnar...yakk.
Eva, litla skottið mitt, er lasin í dag. Hún er með hita og illt í maganum svo ég tók mér frí úr vinnunni í dag. Hún liggur í sófanum núna og sefur. Stefán harðneitaði að mæta í skólann, hann vildi heldur vera heima og passa upp á litlu systir. Ég ákvað bara að leyfa honum það, enda er hann að knúsa hana og kyssa, nær í allt fyrir hana o.s.frv. Af okkur er annars allt gott að frétta, ég er aðeins að byrja að skipuleggja flutningana heim en það er margt sem þarf að muna. Reyndar er ég alltaf að segja við sjálfa mig að bíða fram yfir páska með að hugsa of mikið um allt það praktíska, en ég get það ekki lengur. Páskarnir eru nefnilega búnir...hehe.
Hafið það sem allra best, ég er búin að skella nokkrum nýjum myndum inn.
Knús
Dóra
Posted by Picasa

mandag den 5. april 2010

Tur til Lundby Krat


Så er påskeferien ved at være slut, og vi har faktist ikke gjort ret meget andet end at slappe af. Jeg og børnene tog en lille skovtur til Lundby Krat, heldigvis var der ikke så mange mennesker så vi kunne nyde freden og stilheden. Jeg kunne sidde lige så stille og tænke over hvor dejligt det må være at kunne vide ALT om ALLE. Jeg møder flere og flere af den slags mennesker, og sjovt nok ved de mere om mig og mit ægteskab end jeg selv gør. Hvordan det kan lade sig gøre, ved jeg ikke.... Men det må da være dejligt for dem.
Jeg er bare en almindelig kvinde som har været hårdarbejdende hele mit liv, økonomisk selvstændig osv. Jeg flyttede til Danmark i sin tid for at få mig en uddannelse så jeg kunne tjene flere penge til min lille familie, der dengang bestod af mig selv og to døtre. Jeg har, tolv år senere, fået mig en universitetsgrad, læreruddannelse og nu kan jeg såmænd også kalde mig selv for gymnasielærer. Men at flytte hjem igen skulle så vise sig at være et større problem. Mange har udtrykt deres meninger omkring min OG min mands beslutning om at vende hjem igen. Og de fleste har faktisk været negative. Jeg har bare ikke bedt om deres negative meninger, men hvad fanden, hvis de har brug for at få afløb for deres egne frustrationer, jamen så stiller jeg da gerne op og er til rådighed for det. Jeg er en meget glad person, positiv og altid klar til at hjælpe andre hvis der er brug for det. Jeg har enorm respekt for andre mennesker, og kunne aldrig drømme om at såre nogen. Og jeg kan godt klare mange ting, men en ting kan jeg ikke klare. Og det er, hvis man ANTYDER at mine hensigter er uærlige. Der går min grænse. Jeg vil gerne gøre det klart EN GANG FOR ALLE, at min og min mands økonomi er VORES sag og vedrører ikke andre. Jeg flytter til Island et år før min mand fordi vi får mest ud af det rent økonomisk. En anden vigtig grund er vores små børn. Dem der har forstand på det ved, at hvis man skal flytte mellem lande, så er det bedst at gøre det mens børnene er små. Deres far kommer hjem til os en gang hver måned, og JA vi har råd til det. Hvilket bringer mig videre til næste punkt: Jeg HAR fået arbejde, meget billig lærerbolig og derudover venter hele min familie og mine gode venner på at få mig hjem. Vores økonomi herhjemme.... bare rolige, der ER taget hånd om det. Så skulle det være på plads en gang for alle.
Nu gider jeg ikke høre noget som helst negativt mere om MIN OG MIN MANDS beslutninger der vedrører vores liv! Men positive tilbagemeldinger er kærkomne hvis I har nogen...
Kan I have et rigtig godt forår
Dora

Posted by Picasa

lørdag den 20. marts 2010

Á ströndinni í mars


Tókum labbitúr með börn og hund í dag, fórum á ströndina í Öster Hurup og týndum skeljar og ýmislegt annað. Það er bara alltaf svo gott að komast út í náttúruna og slaka á. Ég er með þann leiðinlega vana að ég tek vinnuna með mér heim, en ég virðist ekki ná öllu því sem ég þarf að ná á venjulegum vinnutíma. Svo ég vinn bara um helgar líka...

Knús til allra, ég skelli inn myndum frá Öster Hurup

Dóra
Posted by Picasa

lørdag den 13. marts 2010

Þá er snjórinn loksins að bráðna


Jæja, þá er snjórinn á endasprettinum þennan veturinn, og við erum farin að sjá gras og annað slíkt í fyrsta skiptið í marga mánuði. Það lá greni fyrir utan útidyrahurðina okkar, en það var síðan á þorláksmessu þegar við vorum að klippa jólatréð til. Það hefur snjóað síðan og þess vegna liggur allt mögulegt ennþá útum allar trissur.
Annars er allt fínt að frétta af okkur, ég er búin að læra að halda mig heima fyrir og tala ekki við fólk eins og er, eða allavega sumt fólk. Ég lifi eftir þeirri filosofi að koma fram við aðra eins og ég vil að aðrir komi fram við mig (held að það hafi verið pabbi sem kenndi mér það..hihi) og mér finnst bara fólk búið að vera einstaklega leiðinlegt undanfarnar vikur. Sem þýðir að það fólk hefur greinilega ekki lært að koma vel fram við aðra! Svo ég læt það bara eiga sig.
Fékk yndislega heimsókn í gær, hún Fríða mín kom með börnin og var hjá okkur í algjörri hygge hygge, með kökur og kaffi. Svoleiðis á lífið að vera!!
Knús á þá sem enn lesa bloggið mitt.. held ekki að þið séuð mörg;-)
Dóra.
Posted by Picasa

søndag den 7. februar 2010


"Jeg lader som om jeg kan li´ det, så slipper hun mig måske..."
Posted by Picasa

onsdag den 6. januar 2010

Snjór og aftur snjór

Yndislegi snjórinn gerði það að verkum að allir voru í fríi í dag frá vinnu og skóla:-) Vadum skóli var lokaður svo ég komst ekki í vinnu, Gudumholm Skóli var lokaður svo börnin mín voru líka í fríi. Svo dagurinn var alveg frábær, við höfðum það kósí undir sæng inní stofu, svo fórum við út að leika í snjónum og svo var bökuð kaka. Það ætti að vera svona frídagur fyrir alla fjölskylduna einu sinni í mánuði....hihi
Ég skelli inn nokkrum myndum frá snjónum þennan janúarmánuð, og svo ætla ég nú að vera duglegri að skrifa á bloggið mitt.

Kveðja í bili
Dóra
Posted by Picasa