tirsdag den 30. december 2008

Jólasveinninn kom í heimsókn

Stefán og Eva fengu jólasveininn í heimsókn á aðfangadag. Þau urðu ekkert hrædd, en ansi hissa á því að allt í einu var bankað á stofugluggann og jólasveinninn mættur á svæðið. Hann söng eitt jólalag, einmitt lagið sem Eva er búin að vera að æfa undafarna daga, svo það var heppilegt.
Fleiri myndir af jólasveininum eru á myndasíðunni....
Posted by Picasa

lørdag den 27. december 2008

Vika á Íslandi

Vá hvað það var gott að komast aðeins heim til Íslands. Ég og Sara skruppum í vikuferð, aðallega til að njóta náttúrunnar og heimsækja þá nánustu. Þetta var góð ferð í alla staði, þótt við náðum því miður ekki að heimsækja alla þá sem við vildum. En við gerum það bara seinna. Við fórum í langan labbitúr á Þingvöllum og tók ég þessa frábæru mynd þar í grenndinni. Veðrið var meiriháttar þó frekar kalt...fyrir svona danska aula eins og okkur Söru hihi. Við vorum á Flúðum hjá Stefáni og Önnu í þrjá daga, það var alveg yndislegt. Takk fyrir frábærar móttökur, og elsku Guðrún Lilja, mikið var fallegt af þér að lána mér herbergið þitt allan tímann. Ég skelli inn myndum frá Íslandi, endilega kíkið.

Knús í bili

Dóra
Posted by Picasa

torsdag den 11. december 2008

Jólahreingerningar

Jæja, ég fór að þrífa fyrir jólin... og gettið bara hvað ég fann. Sko, mér finnst sko í lagi að þessar stærðir af köngulóm haldi sig í fjósinu, eða bara alls ekki nálægt mér. Ég var í smá sjokki, en hún var líklega hræddari við mig en ég við hana.
Er að fara til Íslands í fyrramálið, svo ég hef þetta ekki lengra í bili!!
Knús til ykkar allra frá mér...

Dóra
Posted by Picasa

fredag den 28. november 2008

Ég stóðst freistingar í kvöld

Hann yndislegi maðurinn minn reyndi að vera rooosalega góður við mig í dag, þegar við vorum úti með börnin að kaupa disney nammi. Sko, honum langaði svo að gefa mér súkkulaði...eins og hann er vanur, en ég sagði nei takk! Svo kom disney show...og ég horfði á súkkulaðikallana (súkkulaðijólasveinana) hverfa í munninn á manni og börnum, og stóðst freistinguna algjörlega. Seinna um kvöldið fékk ég mér brokkolí, rúsínur, tofu og epli, með heimagerðri hollri dressingu og tofu var by the way búið að liggja í appelsínusafa, engiferrót (hakkaðri) og soyasósu! Þetta var nú ágætt á bragðið (eða nei, eiginlega ekki...) en ég borðaði þetta allt og fékk mér svo gratínepladjús á eftir. Er samt búin að ákveða að breyta aðeins uppskriftinni, af því að þetta var ekki eins gott og ljúffengt eins og Þorbjörg segir að þetta sé. Hver með sinn smekk!
Í kvoldmatinn voru hamborgarar, en ég sleppti brauðinu og fékk mér ljúffengt fíkjubrauð frá honum Sigga (Lilja kom yfir í dag..hihi) í staðinn, og borðaði salatið og allt hitt bara sér. Fékk mér reyndar smá kjöt, en það gerir heldur ekkert.
Mamma, ég hlustaði á það sem þú sagðir við mig í dag um að ég ætti að fara að hugsa meira um sjálfa mig, reyndar eruð þið öll búin að segja það við mig... en eftir daginn í dag er mér pínu létt, finnst eins og hlutirnir fara að leysast núna. Svo ég gaf sjálfri mér smá gufubað (soðið vatn, viskastykki, haus yfir potti) og vá hvað það var þægilegt!! Hihi, þetta var alveg eins gott og að fara til snyrtifræðings. Svo hreinsaði ég á mér andlitið, og bar á mig næturkrem:-) Svo nú er ég orðin svaka fín. Ekki nóg með það... eins og þið flest vitið fékk ég einhvers konar þvagfærasýkingu/blöðrubólgu í fyrradag, og jeminn hvað það var vont að fara á klósettið. Þetta var hörmung, en ég er búin að þamba vatn og trönuberjadjús, og kamillute reyndar líka og svei mér þá, mér er að batna. Pínu vont ennþá en ekkert í líkingu hvernig ég var í morgun og í dag!! Ótrulegur léttir, og allt án þess að tala við læknir!! Svona á þetta að vera.
Jæja elskurnar mínar, þið sem nennið að fylgjast með prógramminu mínu. Mér líður vel með að vera hætt að borða sykur og hvítt hveiti, og ég vona að þetta eigi eftir að hjálpa heilsunni minni. Ég og René sáum það krystalklárt í kvöld hvað sykur gerir við börn til dæmis...við fórum út í fjós með Stefán og gáfum honum hamar, nagla og spítur, og hann hamraði alveg eins og ég veit ekki hvað. Hann var á sykurtrippi (disneynammið) og við vorum hrædd um að hann myndi hendast upp á húsþak í æsingnum. Svo betra að hamra í spítur og verða svo svakalega syfjaður undir það síðasta. Eva er ekki mikið fyrir nammi, svo hún bað sjálf um að fá að fara í háttinn klukkan átta! Hún vaknaði reyndar aftur og kom með útí fjós og hjólaði bara um á meðan Stefán var að hamra...hehe.
Knús og þúsund kossar til ykkar allra frá mér
Dóra

onsdag den 26. november 2008

tirsdag den 25. november 2008

Grjónagrautur....

Sko, hvernig borðar maður grjónagraut án kanilsykurs? Ég stóðst ekki freistinguna og fékk mér pínu sykur á grjónagrautinn minn í gærkveldi. Annars borða ég ennþá engan sykur, en fæ mér þó mjólk annað slagið. Ég reikna með að í næstu viku þá tek ég mjólkina út og svindla ekki á sykrinum! Annars er hvítt hveiti og ger alveg útúr systeminu, og ég er spennt að sjá hvort það verður munur.

Knús í bili, ég ætla að fá mér möndlur og grænt te!!

mandag den 24. november 2008

Þá er komið að háttatíma

Jæja. Fyrsti dagurinn búinn. Og mér líður mjög vel. Ég hef enga löngun í sígarettur, en ég er ógeðslega svöng. Ég fékk mér hrökkbrauð í morgunmat, og svo þennan smoothie, en það var bara ekki nóg. Ég var að deyja úr hungri þangað til ég skellti mér á fjórar hrökkbrauðsneiðar með þykkum sneiðum af osti. Mmmmm. Á milli mála er ég búin að fá mér möndlur og rúsínur. Og ekkert annað. Drekk lífrænt ræktað gratinepladjús, rosa gott á bragið, og annars bara vatn og grænt te. Kaffi í kvöld reyndar...vorum á foreldrafundi.Stefán byrjar í minidus þann 5.janúar! Hugurinn minn er búinn að vera hjá ykkur öllum á Íslandi, langar að fara heim og vera hjá ykkur, og sérstaklega kyssa hana ömmu mína á kinnina og vera hjá henni og halda í hendina á henni. En það er víst ekki auðvelt bara að skjótast heim. Afi hans René varð bráðkvaddur í nótt, lá friðsamlega í rúminu sínu þegar hann fannst í dag. En hann var orðinn 84 ára og alveg eldhress, og einmitt vegna þess að hann var svo hress, kom þetta pínu á óvart.
Ég hef það mjög fínt núna, er að verða tilbúin að fara að sofa. Samkvæmt Þorbjörgu þá verður maður að fá sína átta tíma...og það er ekki auðvelt á þessu heimili. En ég er vongóð á framhaldið og fæ vonandi meiri orku þegar allur sykur er farinn úr líkama mínum. Eins og staðan er, þá er það sykurinn sem ég læt vera, og hvítt hveiti og ger. Sígaretturnar eru líka farnar úr systeminu, en ég bíð aðeins með mjólkina og mjólkurvörurnar. Ég verð að fá ostinn minn, og mjólkurglasið mitt. Þann vana get ég ekki hent út fyrr en kannski í næstu viku...þegar ég kemst á detox vikuna!!
Knús þangað til á morgun, og mamma, þú átt að geta skrifað innlegg sem anonym....knús

fredag den 21. november 2008

Ti år yngre på ti uger

Så går jeg i gang med programmet "ti år yngre på ti uger". Jeg starter på mandag, og har planer om at lægge hele min livstil om. Det bliver ikke nemt, men det er nødvendigt. Jeg er træt af at være træt og slap, drikker for meget kaffe, spiser for meget chokolade og søde sager, og føler mig tung og uoplagt...Desuden har min kamp for at droppe smøgerne ikke virket indtil videre, der skal nok noget lidt mere til. Så derfor prøver jeg det her! Jeg skriver en lille dagbog om forløbet, om jeg kan mærke en forandring osv. Så vær velkommen og følge med i Doras deltagelse i Thorbjørg Hafsteindsottirs "sundhedsrevolution".

Knus

torsdag den 20. november 2008

HANN HITTI STELPU

Já, stelpur geta verið erfiðar...það er engin spurning. En Stefán átti nú líklega ekki von á þessu..hihi. Svona kom hann heim úr leikskólanum um daginn, hann og einhver lítil stelpa í hópnum hans voru ósammála. Það fylgdi ekki sögunni hvort þau náðu að leysa málin.
Allt fínt að frétta af okkur, ég er búin í praktík og komin aftur í skólann. Það var æðislegt að vera í praktík, ég var með yndislegan 7.bekk og ennþá yndislegri 4.bekk. Hlakka bara til að klára kennaranámið svo ég geti farið að vinna fullt starf með þessum yndislegu börnum.
Vonandi hafa allir það gott á Íslandi..
Knús
Posted by Picasa

onsdag den 8. oktober 2008

Red Island

Nå, det var ellers et sjovt indslag i EB i dag... selvom der ikke er meget at grine ad i Island lige for tiden, så kunne jeg altså ikke lade være... Den islandske "fest" er over, nu må de parkere de store firehjulstrækkere og BMW´er, og vende tilbage til virkeligheden.
Jeg kan kun sige, at jeg er glad for at jeg ikke har nogen penge i de islandske banker. Døtrene har derimod en del af deres børneopsparing i Nationalbanken i Island og det er selvfølgelig mit håb, at deres penge ikke forsvinder p.g.a. halv skøre islændinge med storhedsvanvid.
Hilsen herfra

Billede: http://ekstrabladet.dk/nyheder/samfund/article1067335.ece

mandag den 29. september 2008

Rønbjerg og Livø

Vi havde en rigtig dejlig weekend i Rønbjerg Feriecenter, hvor vi bl.a. tog færgen til Livø. Det var en helt fantastisk oplevelse, jeg kan ikke vente til jeg kommer derop igen, hvilket forhåbentlig bliver meget snart. Det er skønt at kunne gå rundt uden at tage hensyn til biler og anden trafik. Børnene var også rigtig glade for at være ude i naturen på denne skønne ø, men de var lige så begejstrede for at være i badelandet i Rønbjerg :-)
Ellers er der ikke så meget at skrive/sige om turen, billederne taler for sig selv, kig endelig og lær lidt om Livø!! www.livo.dk

Knus
Posted by Picasa

mandag den 22. september 2008

Lille Felix

Så fik vi vores lille søde killing. Han hedder Felix og er utrolig rolig og dejlig lille kat. Han er dog ikke begyndt at fange mus endnu, men vi krydser fingre for at det bliver snart. Ellers må vi finde musefælder frem snart, nu er de overalt...!
Ellers går det rigtig godt i vores lille hjem, jeg er blevet fortrolig med psykologien, jeg synes faktisk at den er ret sjov nu, og læser alle artikler med stor interesse. René kom hjem med min fødselsdagsgave i dag, et rigtig fint og avanceret kamera, så nu kan I tro der bliver taget nogle billeder!!
Jeg lægger snart nye billeder ind på billedsiden;-)

Knus og kram
Posted by Picasa

onsdag den 17. september 2008

Hmmm, hvað voruð þið að gera?

Svona getur þetta gengið þegar mamma er í skólanum og Sara að passa..hihi. Þau skemmtu sér alveg konunglega með snyrtidótið hennar mömmu. Það er svo langt síðan ég hef bloggað, að ég hálf skammast mín. Ég er annars með alveg ágæta afsökun. Það er algjör bilun að vera í skóla, mig langar eiginlega bara aftur í vinnuna! En ég er nú heppin og fæ smá afleysingar sem kennari, og það er auðvitað mjög gaman. Annars er brjálað að gera í skólanum, þetta er púl og ekkert annað. En ég læri líka helling sko. Allir eru happý hérna eins og vanalega, það er búið að halda stóra afmælisveislu fyrir öll börnin fjögur og var það mjög gaman. Takk Fríða fyrir hjálpina, þú ert alltaf jafn yndisleg. Ég er búin að vera heima í allan dag og þrífa og leika við litla Felix en hann er pínu ponsu kettlingur sem við vorum að fá. Sko mýsnar geta bara farið að pakka saman, þegar Felix er orðinn aðeins stærri þá getur hann farið að veiða þær. Mér finnst ekkert gaman að búa til matinn með þessi kvikindi standandi við hliðina á mér. Elsku öll, ég skal vera duglegri að skrifa og setja inn myndir. Knús
Posted by Picasa

fredag den 8. august 2008

Tilbaka til þín Anna Þórný

Jæja, látum okkur nú sjá hvort þú kíkir hingað í bráð...hehe. Allt fínt að frétta hérna, skólinn að byrja hjá öllum og það er bara gott mál. Svo er kominn nýr fjölskyldumeðlimur líka, hann heitir King og finnst svaka gaman að pissa á gólfin hérna. ARG! Hann og mamma hans hún Lady hafa það voða gott saman, svo ætli við getum ekki allavega reynt að ala hann pínu upp. Ég skelli inn myndum bráðum, knús og sérstaklega til þín Anna min. Takk fyrir frábært spjall um daginn, það var gott að heyra í þér og ykkur.

Dóra

mandag den 30. juni 2008

Lille Sofus




Þegar einhver fer að gráta yfir ketti þá hugsa ég alltaf, æi hvaða væl er þetta, þetta var nu bara köttur. En svona hugsa ég ekki meir. Okkar kisi hann Sófus var einn af fjölskyldunni, hann kúraði hjá okkur í sófanum, sló mann í hausinn þegar maður var að tæma uppþvottavélina, hoppaði á trampólín með börnunum, lék sér við hvolpana og Lady. Þetta var einstaklega sérstakur köttur sem elskaði að flatmaga í sófanum og helst liggja á bakinu með lappirnar uppí loftið. Ég og René erum einmitt oft búin að tala um það hvað Sófus er sérstakur...eða var.

Allavega, við fjölskyldan komum heim frá Jensens Böfhus í gærkveldi, æðislegt kvöld og allir glaðir. En þegar við komum heim lá Sófus í vegkantinum....búið að keyra yfir hann. Svona er lífið hérna á Dybdalvej.

Annars gengur allt sinn vanagang hérna hjá okkur, ég er komin í sumarfrí núna en er að berjast við tannpínu eins og er. En er að fara til tannsa í dag..

Knús
Dóra
Posted by Picasa

onsdag den 25. juni 2008

Sankt Hans

Til trods for blæst, satte vi ild til den "usynlige" heks (der var vist tvivl om hvem skulle finde/lave heksen... hehe) Vi havde en rigtig hyggelig aften sammen med vores naboer, og det er ingen tvivl om at det gentager vi til næste år!! Kig på billeder - link til venstre (myndir). Hvilket er jo rent sludder da jeg har lavet om på min blog-side front!! Linken er selvfølgelig til HØJRE.
Vi var til dimission i aften på Herningvej Skole, hvor Viktoria og hendes klasse tog afsked med lærerne og omvendt. Forældre og søskende var tilstede og det var rigtig hyggeligt. Det var i hvert fald en smuk og glad flok unge mennesker på vej ud i det "voksne" liv... Held og lykke til dem.

Ikke mere fra mig nu, er på vej i seng...gaaaab

D.
Posted by Picasa

tirsdag den 17. juni 2008

Skilsmisse og ægteskab - eller omvendt...

Nu er jeg selvfølgelig nødt til at skrive på dansk igen, fordi jeg gerne vil formidle lidt viden til dem der ikke har styr på Islands historie. Island fik sin selvstændighed i juni 1944 og det betyder at i år fejrer vi vores selvstændighed for 64.gang. To år efter "skilsmissen" fra Danmark blev mine forældre født. Og den 17.juni 1967 blev de gift..Det vil sige, at i dag fejrer jeg og min familie ikke kun at Island har været et selvstændigt land i 64 år, men også mine forældres bryllupsdag. De har været gift i 41 år!! Tillykke mor og far... Til hamingju með daginn mamma og pabbi.

mandag den 9. juni 2008

Dansklærer...



Jeg kom igennem både den skriftlige og den mundtlige!! Det er en dejlig fornemmelse, men jeg ved helt ærligt ikke hvad jeg skal få tiden til at gå med nu. OR NOT!! Nej ikke noget pjat her, jeg er overlykkelig, jeg er færdig med linjefaget dansk og nu skal der bare ryddes ordentlig op i papirer, bøger osv. Lad os nyde de sidste solskinstimer i Danmark, det lyder til at sommeren vinker farvel om et par dage...snøft, endelig når jeg har tid til at ligge og slappe af.

Knus herfra

Dora
Posted by Picasa

onsdag den 21. maj 2008

Rólegheitaköttur

Hann kisinn okkar er alveg einstaklega rólegur köttur. Hann getur slakað á hvar sem er, þótt það sé uppi á rólunum krakkanna. Svo finnst honum voða gaman að hoppa á trampolin með krökkunum líka...ótrúlegt en satt.
Annars er það nú ekki kötturinn sem ég hef mestan áhuga á að segja frá, heldur stóru dætur mínar. Ég er nefnilega svo ferlega stolt af þeim... Þær fylla heimilið af söng og dansi, og ég veit satt að segja ekki hvað ég geri þegar þær flytja að heiman. Vonandi verður það ekki of snemma, því mér finnst svo æðislegt að hafa alla fjölskylduna heima, sérstaklega þegar öll börnin fjögur eru farin að sofa á kvöldin.hihi
Ég skelli inn nokkrum myndum inná webalbúmið mitt, endilega kíkið, knús í bili

Posted by Picasa

fredag den 16. maj 2008

Fallegasta fermingarbarnið

Er hún ekki falleg hún dóttir mín... Ég ætlaði að vera búin að skrifa fyrir löngu síðan, en það er nú einhvern veginn þannig, að alltaf er svo mikið að gera. Ég er að undirbúa mig undir lokaprófin í skólanum, sem sagt munnlegt og skriflegt próf í dönsku í kennó í Hjörring. Svo tek ég öll uppeldisfræðilegu fögin í Álaborg á næsta skólaári. Eitt ár eftir, og þá er ég orðin kennari og ég hlakka geðveikt til. Annars er allt fínt að frétta af okkur, við erum búin að njóta góða veðursins. Fermingin hennar Söru var meiriháttar, allir voru í góðu skapi og mikil gleði og hamingja. Samansafn af frábæru fólki, það klikkar aldrei. Sólin skein og þetta var bara mjög vel heppnað í alla staði.
Ég fer bráðum að setja inn nýjar myndir, ég er eitthvað hægvirk þessa dagana.
Knús í bili
Posted by Picasa

mandag den 31. marts 2008

På dansk...

Synes I ikke det er en god idé, at skrive på skift islandsk og dansk? Det synes jeg...! Jeg gider nemlig ikke skrive den samme tekst på begge sprog, og derfor bliver det lidt på skiftevis. Ellers går det godt her hos os, jeg slapper af nu og nyder at det er blevet så lyst. De små kan slet ikke forstå at de skal i seng, "altså moar, det er stadigvæk dag!!" Det skal nok blive sjovere når det rigtig bliver lyst. Jeg har tænkt en del over det populære "facebook".. eller "my face" som en af vores venner kom til at kalde det...hihi! Det er jo forvirrende med face book og my space osv. Man kan jo ikke forvente af mennesker at kunne følge med i denne hurtige udvikling i vores kære net-verden. Nå tilbage til mine tanker omkring facebook. Jeg er helt vildt interesseret i at prøve, og som Anders Fogh Rasmussen få masser af venner. Men jeg tør ikke helt...ikke fordi jeg er bange for det, men snarere at jeg ikke får opdateret min blog. Jeg ved, at hvis jeg kaster mig ud i facebook også, så vil jeg forsømme min blogspot. Og det gider jeg ikke. Jeg er så glad for at kunne smide mine oplevelser, meninger, erfaringer osv. på nettet, og det bedste af det hele er, at nogen i det hele taget gider læse det!! Det er jo en stor sejr i sig selv. Så derfor konkluderer jeg, at indtil videre lader jeg facebook være en ukendt verden for mit vedkommende. Ellers har jeg ikke rigtig været i de dybe tanker i dag eller på det seneste, det eneste jeg har sådan gået og spekuleret lidt på, er hvordan mon mine kære venner og familie har det i Island. Jeg har lidt hjemve, hvilket nok vil medføre at jeg tager en tur hjem til øen i nord til sommer med børnene. Nå, inden jeg slutter vil jeg lige dele en ting med jer. Jeg, Dora, har store problemer når jeg skal ud at handle. Jeg kan sagtens køre ned til fakta eller netto en søndag eftermiddag, når jeg er sikker på at få mennesker er derinde. Men nogle gange er jeg lidt "tvunget" ind i de større forretninger, såsom føtex og bilka. Det er et større kapløb for mig, jeg skynder mig ind og hen til det jeg skal have, og skynder mig derefter ud igen. Det er noget der er kommet i løbet af de seneste få år, og jeg kan ikke forklare det. Det er jo ikke fordi jeg er bange for mennesker eller noget, jeg bryder mig bare ikke om så mange mennesker på en gang. Men jeg er glad for sammenkomster og fester med masser af mennesker. Det er nok stof til tv-programmet "diagnose søges"!!
Knus
D.

tirsdag den 25. marts 2008

Hjá prestinum

Já, það er nefnilega þannig að hún Sara er að fara að fermast í apríl. Og í dag fóru öll fermingarbörnin til Árhúsa í dagsferð, að skoða kirkjur og söfn. Fóru reyndar líka í bíó... Sko, rútubílstjórinn villtist...og keyrði á hjólastíg inní einhvern skóg. Eftir langa keyrslu á mjög þröngum stíg, sat rútan á endanum föst, og þurfti Falck til að draga hana tilbaka. Ferlega fyndið. Sara og hópurinn, og presturinn að sjálfsögðu, þurftu að fara úr rútunni og spurja til vegar. Sko, það sem var vandamálið til að byrja með, var þetta svokallaða GPS tæki, sem ég er einmitt svo mikið á móti. Ég vil meina, að þegar fólk fer að treysta of mikið á þessi GPS tæki, þá missir fólk algjörlega traustið á sjálft sig og kemst hvorki lönd né leið. Og það er einmitt svo gaman að villast, því þá sér maður staði sem maður annars aldrei myndi láta sér detta í hug að keyra til. Ég er margoft búin að ræða þetta við manninn minn og tengdaforeldra, sem eru öll mjög meðfylgjandi því að vera með svona tæki í bílnum, en ég vill ekki sjá það. Ég vil frekar treysta á mína eigin dómgreind, en að villast á einhverja hjólastíga í skógarsvæði eða keyra á móti umferð á hraðbrautinni (sem margir gamlir danir hafa því miður gert...) Ég meina, hvernig er það hægt að keyra á móti umferð á hraðbrautinni, sko fólk sér það alveg að það koma bílar á móti manni, er það ekki? Eða hvað er í gangi eiginlega.
Jæja, en Sara komst heilu og höldnu á leiðarenda, og foreldrar og systkini biðu í skólanum þar sem allir áttu að borða saman og hlusta á prestinn. Það gekk fínt, nema hvað að við fengum kók. Og fjögurra ára guttar eins og hann sonur minn geta ekki alveg drukkið kók, nema ropa þessi lifandis ósköp. Í hvert skipti sem presturinn tók pásu í ræðuhöldum sínum, þið vitið til að anda og svoleiðis, þá ropaði sonur minn og ca. 50 hausar sneru sér við og litu á mig og pabba hans. O hvað það var vandræðalegt. Svo þegar hann kæri maðurinn minn René fór með börnin á klósettið, þá tók ég eftir alveg svakalega stórum bletti á buxunum hans, hvað í ósköpunum hafði maðurinn sest á. Þetta líktist risa pitsusneið!! En nei, þetta var auðvitað tyggjó, og eitthvað snask klínt á tyggjóklessunni. Og mér leið eins og fjórtán ára krakka aftur, ég gat ekki hætt að hlægja. Sonur minn ropandi og maðurinn minn labbandi um með stærðar tyggjóklessu á rassinum, ég meina...ég GAT bara ekki hætt að hlægja. Og allt á meðan presturinn var að tala um sálmana og trúarjátninguna. Æ æ.
Elsku þið öll, ég sakna Íslands ferlega mikið þessa dagana, vonandi kíki ég heim í sumar. Fer eftir hvort ég lifi lokaprófin af, og ferminguna.
Knús D.

torsdag den 20. marts 2008

Påskeferien 2008

Hej alle mine dejlige venner og familie. Så er vi tilbage efter sommerhusophold i knap en uge. Det blev ikke til syv dage, da jeg og manden fik hjemve. Sådan kan det jo gå...hehe. Vi fik nogle rigtig dejlige dage i Helberskov, kun 11 km fra Hadsund. Vi var tæt på vandet og havde en stor og dejlig have, hvor de små kunne lege dagen lang. Derudover var vi en enkelt gang i Øster Hurup badeland, og det var såmænd hyggeligt nok. Men lidt kold og næsten ingen plads til omklædning. Mine søde svigerforældre kom og var hos os fra tirsdag til onsdag, så skulle de videre til Viborg derefter...mon de fandt ud af hvilken vej de skulle...måske er de ikke kommet hjem endnu. Jeg må hellere ringe og sikre mig at de er kommet hjem! Det er rigtig dejligt at være hjemme igen, vi sidder trofaste foran computer og fjernsyn igen (øv) efter fem dage uden internet! Og faktisk kun engang imellem var der netværksdækning på mobilen. Men hvem siger at man ikke kan slukke computer og fjernsyn derhjemme, og finde kortene og matador frem? Det kan man jo bare gøre, i stedet for at klage at man ikke har tid nok, til at være sammen med sin familie. Nej, nu må vi altså tage os sammen, og begynde at træffe nogle fornuftige valg, ikke sandt? Ja, det gør jeg så nu. Derfor skriver jeg ikke mere i denne omgang, men sætter mig i stedet for foran fjernsynet, hvor mand og søn sidder. Den ældste datter er i Aalborg, den næstældste er i København og den yngste er faldet i søvn for længst. Men hvad får jeg så ud af det, at flytte mig fra den ene skærm til den anden? Jo, en dejlig sød mand at sidde ved siden af, som nok er faldet i søvn men det gør ingenting, han er dejlig alligevel!! Vi ses
Posted by Picasa

torsdag den 13. marts 2008

Bráðum koma páskarnir

Hæ aftur. Þá fer að styttast í páskafríið, og ég er sko búin að panta sumarbústað. Við ætlum að vera í bústaðnum í eina viku, og ég hlakka mikið til. Það verður gott að komast aðeins í smá frí, laaaangt frá skólabókum osv. Við vorum í dýragarðinum um daginn, og náðum skemmtilegum myndum af svangri slöngu. Þetta fannst börnunum alveg merkilegt, og mikið búin að tala um þetta síðan. Annars gengur mjög vel hérna hjá okkur í sveitinni, við erum bara í rólegheitum hérna. Eins og vanalega... Ég fer í lokaprófin í maí, það verður gott að klára dönskuna, þá á ég bara eftir uppeldisfræðilegu fögin. Vonandi hafa allir það gott, ég hlakka til að sjá alla familíuna og vinina í apríl...boðskortin eru í vinnslu, það er ekki vegna þess að engum er boðið. Ég er sko einfaldlega bara svo róleg með þetta allt saman. Kveðja í bili
Posted by Picasa

tirsdag den 12. februar 2008

Hej igen

Nå, nu er det jo sådan, at der er mange af mine danske venner der også besøger denne fantastiske blog. Derfor skriver jeg på dansk i dag. Islændingerne kan jo sagtens forstå dansk...ik´! Jeg er endelig tilbage efter en lidt hård omgang på arbejde, hjemmefronten, uddannelsen osv. Men nu fik jeg endelig afleveret et hængeparti, som skulle have været afleveret i søndags og derfor har jeg lige lidt tid til, at skrive en lille hilsen til jer alle. Min søde prinsesse Eva var så glad den dag de skulle holde fastelavn i børnehaven, men min kære søn var vist lidt på tværs. Jeg tror det drejede sig om, at vi ikke lige havde den rigtige morgenmad denne morgen. Men smilet kom frem igen, så snart han mødte alle de andre muskuløse spider-men i børnehaven. Ellers har vi alle det godt her. Jeg og Rene har snart fem års bryllupsdag, og den bliver nok fejret på en eller måde...måske en tur i biografen, det ved jeg ikke. Manden har vist noget planlagt, så jeg blander mig helt udenom og venter spændt på hvad han har i tankerne.
Jeg har ikke lagt nogle nye billeder ind i web-albummet, men det kommer nok en af dagene... Knus til jer alle fra mig

Dora.
Posted by Picasa

onsdag den 30. januar 2008

Brownies

Nammi namm. Sara er að baka brownies handa okkur, hlakka til að smakka!! Ég lét sko krakkana í skólanum sauma öskupoka í dag. Það var algjört hit, svo mikið stuð. Og viti menn, kennarinn labbaði um allt með öskupoka á bakinu hihi. Ég veit ekki hvernig þetta er á Íslandi núna, eru öskupokarnir ennþá jafn vinsælir og þegar ég var lítil? Eða hvað? Mér finnst þetta ákaflega spennandi enn þann dag í dag... en bolluvendirnir, það er kannski annað mál. Þegar íslensku börnin í Danmörku segja fólki frá að á bolludaginn "boller alle hinanden", þá getur upphafist misskilningur sko...hihi! Anyhow, ég ætla að ná í litlu skottin úr leikskólanum. Svo kannski set ég allt mögulegt smádót inn sem liggur "rundt omkring" í garðinum og úti á plani, það er nefnilega verið að tala um storm hérna, sem á að skella á á morgun. En við vitum nú flest hvernig danir bregðast við sínum "stormum"....sem er bara smá rok á okkkar mælikvarða. En þó hafa nú oltið tré og þakplötur fokið osv., svo það er aldrei að vita hvað gerist á morgun. Knús í bili

tirsdag den 29. januar 2008

Tíu....

Já, þá er ég komin aftur. Sko, ég fékk tíu fyrir annarverkefnið mitt, alveg meiriháttar. Þetta kom mér reyndar pínu á óvart, það var svo mikið annað í gangi í mínu lífi, en samt náði ég að skrifa gott verkefni um lestur og lestrarörðugleika barna. Mjög spennandi efni sem líklega gerði gæfumuninn. Manni gengur alltaf best í því sem manni finnst skemmtilegt og spennandi. René er búinn að kaupa vörubíl, algjört hit hjá syninum, hann er svoooo hamingjusamur með allar þessar vélar. Ég hef það bara mjög gott hérna í sveitinni, mér finnst auðvitað yndislegt að mæta í vinnuna hvern dag, og maðurinn minn og börnin mín fjögur eru heilbrigð og glöð. Þá er varla hægt að biðja um meira. Ég hefði nú alveg viljað sleppa við gubbupestina í nótt og í dag hjá þeim yngstu, eeeeen það er nú ekkert miðað við hvað margir þurfa að kljást við í lífinu. Ég skelli bráðum inn nýjum myndum, er ekki búin að vera dugleg að taka myndir...en bráðum er fastelavn svo það koma allavega nokkrar myndir af barbie prinsessunni og spiderman. Knús í bili, vona að allir sem ég þekki, fjölskylda og vinir, hafi það sem allra best.

søndag den 13. januar 2008

Duglegur mágur



Ég og René fórum með Lilju að heimsækja Sigga í bakaríið, þar sem hann var að æfa sig fyrir sveinsprófið í konditor, sem verður í febrúar. Ég lít allt öðrum augum á karamellur núna...ég meina, fyrr voru karamellur bara eitthvað sem maður borðaði og sem kostuðu mann eina fyllingu, en núna sé ég að það eru miklu meiri möguleikar. Til dæmis þessi fíni skúlptúr...ótrúlegt hvað hægt er að gera.

Kíkið endilega á myndirnar, kveðja í bili.

tirsdag den 8. januar 2008

Algjör rúsína

Yngsta barnið á bara hreinlega erfitt með að halda sér vakandi. Maður heldur að hún sé að leika sér, en nei...þá er hún bara sofnuð. Sem má ekki gerast á daginn, því þá sofnar hún aldrei á kvöldin.
Annars er allt fínt að frétta af okkur, ég er farin að bíða eftir því að það komi að fermingunni hennar Söru, ég er farin að hlakka ansi mikið til. Og ég bíð líka eftir einkuninni minni frá Hjörring Seminarium, spennandi hvort ég hafi náð síðustu önn. Svo er ég annars að byrja á fullu aftur, mediedidaktik og medieundervisning. Mjög spennandi allt saman. Ég ætla að enda þetta á þessum orðum (var á fyrirlestri í fyrra hjá Georg Ørskov...mjög spennandi):

DET HANDLER OM MENNESKER!!
Hvorfor ser jeg det, jeg ser - i det jeg ser?
Har jeg fokus på de ressourcer vi har, eller de ressourcer vi ikke har?
Har jeg format til at se mig selv og min rolle udefra?
Bidrager jeg til sur-kultur eller glad-kultur?

Sig det!!!
Har du noget på hjerte, så sig det!!!
Sig det!!! Til den, der kan gøre noget ved det.
Forbered dig på at sige det.
Når du har sagt det, er du medansvarlig for at det bliver løst.

Hvad sagde jeg?

Hann segir líka: "Hellere dø af grin end dø af stress" Þetta er hér með nýja mottóið mitt!!
http://www.oerskov.dk/
Posted by Picasa

torsdag den 3. januar 2008

Vá hvað við höfum það gott...

Það er alveg ótrúlegt hvað við höfum það gott. Ég var á mjög áhugaverðum fyrirlestri í dag, um lífsskilyrði flóttamanna. Þau eru ekki velkomin í sínu heimalandi, eru flest fórnarlömb pyntinga og guð má vita hvað þau eru búin að ganga í gegnum. Ég er svo fegin að ég fékk þessar upplýsingar í dag, allir hefðu gott af því að heyra hvernig veruleikinn er fyrir svo margt fólk. Auðvitað hafði maður hugmynd um erfiði flóttamanna, en mér fannst ég fá upplýsingarnar beint í æð, með þokkalega "konkrete eksempler".Og hvað erum við eiginlega að kvarta...ég bara spyr. Ég reyni nú dag hvern að vera jákvæð og glöð, og heppnast það yfirleitt, en ef maður er sífellt í kringum neikvætt fólk sem á svo ofboðslega bágt hvern einasta dag, nú þá fær maður nóg á endanum. Ég læt sem ég hlusta, en ég heyri ekki neitt...þá eru allir glaðir.
Anyhow, verið glöð og jákvæð...alltaf. Og elskið börnin ykkar, sama hvað!! Þau eru það dýrmætasta sem nokkur manneskja fær að eignast (fá að láni...) á lífsleiðinni!

Bless í bili og góða nótt

onsdag den 2. januar 2008

Fyrsti dagurinn í leikskólanum eftir jólafrí


Jæja, þá er maður kominn aftur á fullt í vinnu, skóla, leikskóla o.s.frv. og það var ekki auðvelt fyrir þau stuttu. Þau skildu ekkert í því af hverju þau þurftu að vakna svona snemma í morgun, og gátu með engu móti haldið sér vakandi í dag þegar þau komu heim. Svona leit þetta út klukkan korter í fimm í dag...
Annars er allt gott að frétta af okkur, það var mjög gott að vakna í morgun, það getur nefnilega líka verið erfitt að vera í fríi. Maður snýr sólarhringnum við og það er ekkert sérstaklega hollt, allavega ekki fyrir mig. Ég er morgunmanneskja, finnst agalegt ef ég sef allan morguninn, enda vön að fara á fætur klukkan sex á hverjum morgni. Jæja, nóg um það, ég vona að allir hafi það gott. Knúsíknús

tirsdag den 1. januar 2008

Bordbombe

Sko, maður hefur enga hugmynd um hvernig þessar borðbombur eru þegar maður kaupir þær. Stofan var undirlögð af hinu og þessu eftir þennan svaka hvell. Meiriháttar áramót hjá okkur, og allir komust slysalaust í gegnum nóttina. GLEÐILEGT ÁR!! Okkar bestu kveðjur til allra á klakanum.
Posted by Picasa