Hann yndislegi maðurinn minn reyndi að vera rooosalega góður við mig í dag, þegar við vorum úti með börnin að kaupa disney nammi. Sko, honum langaði svo að gefa mér súkkulaði...eins og hann er vanur, en ég sagði nei takk! Svo kom disney show...og ég horfði á súkkulaðikallana (súkkulaðijólasveinana) hverfa í munninn á manni og börnum, og stóðst freistinguna algjörlega. Seinna um kvöldið fékk ég mér brokkolí, rúsínur, tofu og epli, með heimagerðri hollri dressingu og tofu var by the way búið að liggja í appelsínusafa, engiferrót (hakkaðri) og soyasósu! Þetta var nú ágætt á bragðið (eða nei, eiginlega ekki...) en ég borðaði þetta allt og fékk mér svo gratínepladjús á eftir. Er samt búin að ákveða að breyta aðeins uppskriftinni, af því að þetta var ekki eins gott og ljúffengt eins og Þorbjörg segir að þetta sé. Hver með sinn smekk!
Í kvoldmatinn voru hamborgarar, en ég sleppti brauðinu og fékk mér ljúffengt fíkjubrauð frá honum Sigga (Lilja kom yfir í dag..hihi) í staðinn, og borðaði salatið og allt hitt bara sér. Fékk mér reyndar smá kjöt, en það gerir heldur ekkert.
Mamma, ég hlustaði á það sem þú sagðir við mig í dag um að ég ætti að fara að hugsa meira um sjálfa mig, reyndar eruð þið öll búin að segja það við mig... en eftir daginn í dag er mér pínu létt, finnst eins og hlutirnir fara að leysast núna. Svo ég gaf sjálfri mér smá gufubað (soðið vatn, viskastykki, haus yfir potti) og vá hvað það var þægilegt!! Hihi, þetta var alveg eins gott og að fara til snyrtifræðings. Svo hreinsaði ég á mér andlitið, og bar á mig næturkrem:-) Svo nú er ég orðin svaka fín. Ekki nóg með það... eins og þið flest vitið fékk ég einhvers konar þvagfærasýkingu/blöðrubólgu í fyrradag, og jeminn hvað það var vont að fara á klósettið. Þetta var hörmung, en ég er búin að þamba vatn og trönuberjadjús, og kamillute reyndar líka og svei mér þá, mér er að batna. Pínu vont ennþá en ekkert í líkingu hvernig ég var í morgun og í dag!! Ótrulegur léttir, og allt án þess að tala við læknir!! Svona á þetta að vera.
Jæja elskurnar mínar, þið sem nennið að fylgjast með prógramminu mínu. Mér líður vel með að vera hætt að borða sykur og hvítt hveiti, og ég vona að þetta eigi eftir að hjálpa heilsunni minni. Ég og René sáum það krystalklárt í kvöld hvað sykur gerir við börn til dæmis...við fórum út í fjós með Stefán og gáfum honum hamar, nagla og spítur, og hann hamraði alveg eins og ég veit ekki hvað. Hann var á sykurtrippi (disneynammið) og við vorum hrædd um að hann myndi hendast upp á húsþak í æsingnum. Svo betra að hamra í spítur og verða svo svakalega syfjaður undir það síðasta. Eva er ekki mikið fyrir nammi, svo hún bað sjálf um að fá að fara í háttinn klukkan átta! Hún vaknaði reyndar aftur og kom með útí fjós og hjólaði bara um á meðan Stefán var að hamra...hehe.
Knús og þúsund kossar til ykkar allra frá mér
Dóra