tirsdag den 15. december 2009

Santa Lucia

Öll fjölskyldan var á yndislegum jólatónleikum með Klarup Pigekor. Sara var lucia brúðurin í ár, og auðvitað mjög falleg. Ég var að springa úr stolti, eða sko ég og Viktoría... stóra systirin var að rifna úr stolti. Þetta voru alveg frábærir tónleikar, en myndirnar urðu ekki góðar. Ég er eitthvað að kenna myndavélinni um, en kannski er það bara ég...

Knús í bili

Dóra
Posted by Picasa

lørdag den 7. november 2009

Så er jeg tilbage

Det er lang tid siden jeg sidst har blogget, men nu har jeg lidt mere tid igen. Det har været krævende, at begynde på et nyt job, men selvfølgelig også spændende. Nu glæder jeg mig bare til at blive mere rutineret i mit arbejde, så ikke jeg behøver at bruge ti timer dagligt!!
Der er kommet nye familiemedlemmer til som I kan se på billedet. Jeg lægger et par nye billeder ind på mit billedalbum.

Knus
Posted by Picasa

mandag den 10. august 2009

sjúklega sætur....

Hann er svo flottur þessi strákur minn, þótt ég segi sjálf frá!! Algjör sjarmör...
Fyrsti skóladagurinn var í dag og gekk mjög vel. Stefán sat næstum því kyrr og hlustaði á kennarann, og fannst þetta alveg frábært. Hann skildi nú bara ekki alveg af hverju mamma og pabbi voru þarna líka, honum fannst alveg að við gætum bara farið heim.
Ég er búin að setja myndir inn af deginum...

Knús
Posted by Picasa

lørdag den 8. august 2009

Nye billeder...

Så skete det endelig, at jeg huskede at lægge de nyeste billeder ind!! Der er sket en del siden sidst, vores nye, flotte køkken er helt funktionelt nu og der er strøm i hele huset nu!! Vi har fået lavet en del af badeværelset, men vi mangler stadigvæk hele badeværelsesmiljøet, men det kommer forhåbentlig snart. Vi skal bare give os lidt mere tid til at se på de forskellige muligheder.... alt for mange muligheder faktisk, det er jo vores største problem, at bestemme os for hvad vi skal købe og ikke købe osv.
Knus herfra
Posted by Picasa

onsdag den 29. juli 2009

Nye billeder

Hej alle. Så er der kommet nye billeder, klik på linken til højre. Køkkenet er snart klar til brug og så mangler vi bare lige resten af huset...hihi. Men vi afleverer beboelsesvognen på fredag, så det går da fremad. Så er det egentlig også fint med en deadline, for så sker tingene lidt hurtigere. Det tror jeg i hvert fald.

Ses

D.
Posted by Picasa

torsdag den 23. juli 2009

Nú erum við bráðum að fá nóg

Nú eru liðnir meira en tveir mánuðir síðan við fluttum í "vagninn" úti, og erum við orðin þokkalega þreytt á þessu núna!! Núna erum við á síðustu dropunum og nennum engu, það er drasl allsstaðar og þetta gengur hægar en við gerðum ráð fyrir. En við brosum enn... enn sem komið er allavega:-)
Svona lítur húsið út núna, setti inn nýjar myndir svo það sé hægt að fylgjast með þessu!!
Knús
Posted by Picasa

mandag den 20. juli 2009

Svíþjóð

Við fórum til Svíþjóðar á bílnum okkar, mjög þægilegt að geta alveg sjálfur stjórnað ferðinni. Ekkert var planað, nema heimsóknin í Astrid Lindgrens heiminn í Vimmerby. Það var líka alveg frábært að vera þar. Við náðum algjörlega að slappa af, gátum oft bara setið og lagt kapal eða gert krossgátur. Svo týndum við fullt af bláberjum og syntum í nærliggjandi vatni. Algjör friður og ró, og öll fjölskyldan naut þess. Þetta er algjör nauðsyn annað slagið.

Það eru komnar myndir inn....

Vi tilbragte en uge i Sverige, hvor vi slappede fuldstændig af og nød livet. Vi besøgte Astrid Lindgrens verden, hvilket var helt fantastisk. Børnene og jeg og Rene nød det at kunne slappe af, f.eks. lavede vi masser af krydsord og spillede kort. Vi badede i en nærliggende sø og plukkede masser af blåbær. Så der var nok at lave.

Nye billeder er lagt ind....
Posted by Picasa

torsdag den 9. juli 2009

Nýir gluggar og hurðir

Þetta mjakast áfram hægt og rólega hjá okkur. Í dag fengum við nýja glugga og hurðir, það var voða gott að fá útidyrahurð, svoleiðis erum við ekki búin að vera með í tvo mánuði eða eitthvað álíka.
Annars er allt fínt að frétta af okkur, ég er ennþá alveg hætt að reykja og búin að finna fyrir mjög miklum breytingum. Ég er til dæmis búin að fitna um 12 kíló í allt, reyndar búin að missa tvö kíló af því svo það er eins og þetta sé að snúast við aftur. Ca mánuði eftir að ég var hætt var ég alltaf mjög rauð í andlitinu, og fékk eins og brunatilfinningu í allt andlitið reglulega. Mjög skrítið. Þegar maður fær sér í glas og reykir ekki, þá er eins og maður losni við timburmenn. Svo er mér mjög hlýtt á fótunum alltaf, það er það besta við að hætta að reykja. Mér var alltaf svo kalt á fótunum en það er búið að breytast heldur betur. Það blæddi mikið úr tannholdinu á mér eftir að ég hætti en það er búið núna. Það er eins og það sé komið ákveðið jafnvægi á allt þetta hjá mér. Og svo er ég búin að læra mína mikilvægustu lexíu: "Það er EKKI hægt að vera "selskabsryger"!!"


Ég er búin að setja nýjar myndir inn á myndasíðuna mína, kíkið!!

D.
Posted by Picasa

torsdag den 2. juli 2009

Hals

Fórum að borða á skemmtilegum stað í Hals um daginn, það var svo flott útsýni yfir lystbátahöfnina og krökkunum fannst það æðislegt. Maturinn var nú ekkert sérstaklega góður en við vorum svöng svo það gerði ekkert til.
Vorum búin að vera í heimsókn hjá Pia og Allan vinafólki okkar, þau eru nefnilega í mjög skemmtilegum sumarbústað í Hals. Förum til þeirra aftur á föstudaginn (morgun) og verðum allan daginn og grillum örugglega saman um kvöldið. Sumarbústaðurinn liggur rétt hjá ströndinni, svo maður labbar bara í sundfötunum í ca tvær mínútur og skellir sér í "bad"!!
Viktoría er á Nibe festival og Sara er hjá vinkonu sinni í Tranum, og ég og litlu erum bara heima í dag að njóta lífsins, komum heim klukkan hálfsjö í gærkveldi því það var ekki veður til annars en að taka sér sundsprett í sjónum. Gátum þá líka prófað nýja strandtjaldið okkar.
Kemur meira síðar,
D.
Posted by Picasa

fredag den 26. juni 2009

Kennari

Fékk prófskírteinið mitt í dag við formlega athöfn í kennó í Álaborg. Góð tilfinning og mikill léttir að þessum áfanga er loksins náð. Skelli inn myndum, þær tala sínu máli...
Knús
Posted by Picasa

torsdag den 18. juni 2009

Fjölskyldan skemmtir sér


Við áttum alveg yndislegt kvöld í gær, ég, René, Viktoría, Jeppe og Sara. Litlu voru farin að sofa og þá gátum við setið í rólegheitum úti og fengið okkur kaffisopa. Og tekið smá hjólböruferðir líka...hihi. Ég er búin að setja inn nýjar myndir, og þar á meðal eru myndir frá því að Fríða mín kom í heimsókn með litlu englana sína, mjög gaman að sjá þau. Svo eru nokkrar (fáar) myndir frá Hjallerup marked, en það var svo ofboðslega mikið af fólki þar að við stoppuðum stutt við. Annars erum við mikið bara heima að vinna í húsinu, og í júnímyndunum sjást nýlegar myndir af neðri hæðinni. Það er reyndar búið að gerast mikið síðan þær myndir voru teknar, og skelli ég bráðum nýjustu myndunum inn.
Knús í bili, farin að læra aftur!!
Posted by Picasa

torsdag den 4. juni 2009

Yndislegt veður


Það er búið að vera svo frábært veður hérna hjá okkur, að börnin eru nánast búin að vera berrössuð í fleiri daga. Nú er aðeins svalara en samt mjög gott veður. Núna eru komnir smiðir og svoleiðis kallar hingað til okkar og það verður bráðum steypt gólf. Svo koma veggirnir upp og þá gengur þetta hratt fyrir sig. En þó er ennþá langt í það. Fyrirtækið gengur ennþá ók, en síðasti maðurinn verður látinn fara núna eftir tvær vikur. Þá er ekki meir að gera, en vonum þó að það breytist, við erum mjög jákvæð hvað þetta varðar.
Ég skelli bráðum inn nýjustu myndunum frá framkvæmdunum hérna á Dybdalvej 15. Fyrst ætla ég með stóru dæturnar á smá genbrugsrölt, það er risa hlaða hérna rétt hjá með fullt af gömlu drasli, ég get örugglega fundið eitthvað sætt inní húsvagninn okkar...hihi. Knús

onsdag den 27. maj 2009

Byrjuð í húsinu

Jæja, þá erum við byrjuð á neðri hæðinni for alvor!! Þetta er ekkert grín og einhvern veginn verð ég að koma mér fyrir í miðjum próflestri, og það er ekkert svo auðvelt skal ég ykkur segja.
Skrifa ekki meir í bili, vildi bara láta vita að það eru komnar inn nýjar myndir af húsinu okkar. Verði ykkur að góðu...

Knús
Posted by Picasa

lørdag den 23. maj 2009

Eksamen

Hej alle. Jeg har temmelig travlt med eksamen i øjeblikket, og derfor kommer der ikke så meget fra mig her:-) Men der er kommet nye billeder, så I kan se hvad vi har gang i her på Dybdalvej 15.
Knus fra en travl lærerstuderende!!

torsdag den 30. april 2009

Svífandi....

Þetta er mjög skemmtileg mynd af honum elsku afa. Hann svífur... Annars er kominn tími á smá fréttir frá okkur. Við erum búin að fá grænt ljós á framkvæmdir, svo fjölskyldan flytur á næstu dögum í húsvagn, en annars erum við jú með herbergin okkar sem við getum áfram notað. Þetta verður smá prójekt en við erum full tilhlökkunar og þetta á eftir að vera mjög flott. Reyndar er ég nú bara ánægð með húsið eins og það er, mjög kósí alltaf hjá okkur, og René er búinn að lofa mér að það verður áfram kósí þótt allt verði nýtt. Þetta verður nýtt gamaldags í takt við húsið:-) Sem er einmitt mjöööög gamalt..og gamaldags. Nú já, svo er ég líka búin að skila öllum verkefnum og búin að fá að vita hvað ég verð að kenna í Vadum. Ég verð með enskukennslu í fjórða bekk, dönsku sem annað tungumál í öllum bekkjum (ekki mörg tvítyngd börn, en ég verð með yfirumsjón yfir því ásamt annarri, það er nú dáldið flott sko..) og svo verð ég stuðningskennari í fjórða bekk í einhverjum fögum, músik, billedkunst og svoleiðis. Svo mér líst bara ferlega vel á þetta, þetta er mikið betra en ég hélt í fyrstu. Ég er mjög þakklát fyrir að vera með vinnu, það skal allavega tekið fram. Kannski var þetta ekki alveg það sem ég vildi, en ég bíð með kröfurnar þangað til eftir ár eða tvö!! Knús

Og ja min kære svigermor, jeg ved godt at du ikke kan læse islandsk, og derfor LOVER jeg at næste indlæg bliver på dansk:-)

Þessi mynd er líka mjög skemmtileg


Posted by Picasa

fredag den 17. april 2009

Frábær dagur með mömmu og pabba

16. apríl fór ég með mömmu og pabba í smá bíltúr til Rönbjerg, og þaðan sigldum við til eyju sem heitir Livö. Þetta er alveg stórkostlegur staður þar sem hægt er að slaka fullkomlega á og njóta lífsins. Myndirnar tala sínu máli, kíkið endilega á myndasíðuna mína:-)

Knús
Posted by Picasa

fredag den 3. april 2009

Psykologi...

...opgaven er klar til aflevering. Det går fremad...hi hi

Alle fire opgaver skal være afleveret senest den 1.maj 2009, så jeg har lidt travlt. Netop derfor har jeg valgt at stoppe med facebook (det gjorde jeg allerede i februar), men jeg tror jeg vender tilbage efter afleveringerne.

Knus

Ps. Ég er víst að fara í partý með gamla íslendingaliðinu í Álaborg...við sem erum eftir og ekki erum við mörg. Það verður spennandi og gaman að djúsa smá saman eins og í gamla daga. Hlakka til.

tirsdag den 31. marts 2009

OMG!!!

Jeg har lige læst denne artikel på TV2

Mellervangskolen i Aalborg Øst har så store problemer med arbejdsmiljøet, at lærerne kan blive syge af det.

De risikerer stress-sygdomme som angst, depression, hjerte-kar-sygdomme og udbrændthed, advarer Arbejdstilsyn­et. Det skriver NORDJYSKE Stiftstidende.

Arbejdstilsynet har givet skolen frist til 8. juni til at forebygge følelses­mæssige belastninger for skolens lære­re. Op mod en tredjedel af skolens ele­ver udviser grænseoverskridende adfærd mod lærerne, ifølge en rapport.

Forældre tropper straks op
Det kan være alt lige fra at råbe af lærerne til korporlig vold som at sparke lærerne eller smække en dør i hovedet på dem. Lærere på Mellervangskolen har også oplevet elever, der straks ringer til forældrene via mobiltelefon, hvis eleven er i konflikt med læreren.

Nogle forældre tropper straks op på skolen for at diskutere eller ligefrem true læreren. Problemerne på Mellervangskolen er langtfra enestående. En helt ny undersøgelse fra Aalborg Lærerforening viser, at omkring hver anden lærer i Aalborg Kommune mener, at elevernes opførsel er særligt belastende.

HVAD ER DER GALT MED FORÆLDRENE?? Hvad bilder de sig ind, at troppe op på skolen og opføre sig sådan som de åbenbart gør? Lad os begynde en "opdragelsesrejse" for forældrene i dagens Danmark.



mandag den 30. marts 2009

Rólegur mánudagur

Vá hvað þetta er buinn að vera notalegur mánudagur. Eva var lasin í gær og þess vegna ákvað ég að hafa hana heima í dag. Um að gera að nýta það að ég er "bara" í skóla og get leyft mér að vera heima... Við erum líka búnar að njóta þess, bara slappa af og horfa á teiknimyndir. Svo fer hún aðeins í tölvuna og ég tek pínu til, svo kúrum við pínu meira í sófanum. þetta heitir sko að njóta lífsins..hihi.
Svo koma farmor og farfar í dag, það er nefnilega ömmu-afa dagur í dúsnum hjá honum Stefáni í dag. þau koma svo öll heim um fjögurleytið og við ætlum að borða saman, kannski maður ætti að grilla í góða veðrinu:-)
Bæ í bili

onsdag den 25. marts 2009

Smá heimspeki fyrir þá sem nenna að lesa

Alltaf gaman í byssuleik. Stefán fór í klippingu í gær, rosa flottur. Ég er reyndar ekstra stolt af honum, því að síðast þegar hann fór í klippingu þá klippti hún (hárgreiðslukona hérna í Gudumholm) hann í bæði eyrun, og það blæddi alveg ferlega mikið. Nú fórum við á stofu í Gistrup og það er miklu þægilegra.

Ég er búin að velta fyrir mér hvað ég er eiginlega búin að vera hérna lengi. Þegar ég fór til Danmerkur árið 1998, þá var Viktoría bara fimm ára...að verða sex. Sara var ekki nema þriggja. Vá hvað það er langt síðan. Ég eignaðist fljótlega bestu vinkonurnar mínar, held það hafi liðið mánuður eða eitthvað álíka. Bríet, Sigurbjörg, Adda, Gunnsa, Alma, Fríða, ég meina þetta voru allt stelpur sem komu á svipuðum tíma. Svo auðvitað mín yndislega Mallý. Svo bættust fleiri yndislegir íslendingar í hópinn, Birna, Lilja Rós, Elva. Ég meina, vá hvað ég er búin að vera heppin að kynnast þessum yndislega hóp. Og þetta er bara brot:-) En ég hef líka þurft að kveðja megnið af vinum mínum, og venst maður því víst aldrei. Þegar ég var nemi í háskólanum í Álaborg, höfðum við Gunnsa hvor aðra og studdum hvor aðra í gegnum allt. Svo hjálpaði Sigurbjörg mér með allt mögulegt þegar ég fór í "blokkeringu" eða hvað sem það heitir. Pælið í því, að litla systir mín var ennþá bara barn þegar ég flutti út. 18 ára menntaskólanemi... Mamma mín var bara rétt rúmlega fimmtug og amma mín bjó ennþá í Skyggni. Ellefu árum, danskri háskólagráðu og danskri kennaragráðu (ef ég næ) síðar, er ég að byrja mín fyrstu skref sem bekkjarkennari. Ég er búin að vinna sem börnehaveklasseleder í tæp þrjú ár og er síðasta árið búin að vera á orlofi, svo ég gat klárað námið án þess að þurfa að vera í vinnu með náminu. Þetta var gullið tækifæri, en ekkert sem er komið frá einum degi til annars. Ég er heldur betur búin að vinna fyrir þessu kæru vinir. Og dagurinn í gær var yndislegur. Ég fór í tvö atvinnuviðtöl og á báðum stöðum var sagt við mig: "Vá hvað þú ert með flott eftirnafn". Og ég sem var búin að spá í að breyta eftirnafninu í Pedersen, til að auðvelda mér að fá vinnu. Nei nei nei. Þetta fjallaði aldrei um það. Ég er búin að ganga í gegnum mikla erfiðleika síðustu tvö árin, og guði sé lof fyrir yndislega fólkið sem ég þekki. Það er búið að bjarga mér í gegnum mína erfiðleika, en það er líka fólk sem hefur ekki alltaf átt sjö dagana sæla. Samt er þetta fólk alltaf jákvætt...sama hvað.
Í einu viðtalinu í gær var ég spurð útí mitt líf, og ég gat varla útskýrt það á tveimur mínútum... þótt ég sé ung, þá er líf mitt orðið ansi löng saga, full af óvæntum glaðningum og allskonar tilviljunum sem hafa oft ráðið ferð. Til dæmis hún vinkona mín Sigurbjörg, sem sagði við mig að ég ætti að drífa mig að sækja um starf í Herningvej Skóla, og ég var ansi treg, því þetta var ekkert sem ég hafði hugsað útí, en innst inni langaði mig. En á síðasta snúning gerði ég það nú samt, en fékk þó ekki stöðuna. Hún dreif mig í þetta, takk fyrir það elsku vinkona. Það var nefnilega hringt í mig tveimur mánuðum eftir að ég sótti um, og mér boðin önnur staða. Eiginlega betri staða... og þar var ég í þrjú ár, og alveg einstaklega ánægð. Ég er yfirleitt einstaklega ánægð manneskja. Ég og maðurinn minn erum hamingjusöm, við stöndum saman í öllum erfiðleikum, en við vinnum líka mikið til að geta haldið endum saman og framleytt þessari sex manna fjölskyldu. Þótt ég sjáist iðulega brosandi og létt, þýðir það ekki að allt er bara gaman og jollý hjá okkur. Nei nei, við fáum líka okkar skerf af vanlíðan og vandamálum, en við látum það bara ekki yfirskyggja hamingjuna og jákvæðnina. Og þannig komumst við í gegnum allt.
Jæja, þetta er víst orðið fínt í bili.
Nú já, ég er búin að setja myndir inn frá Íslandsferðinni í mars. Ekki tók ég margar myndir, var nefnilega með vídeókamerinu með mér:-) Fullt af vídeói í staðinn
Posted by Picasa

mandag den 16. marts 2009

Hjemme igen

Jeg har haft fire fantastiske dage hjemme i Island!! Dog var det da dejligt at komme hjem igen, ingen tvivl om det;-) Savnede manden alt for meget, og næste gang kommer han med!! Billedet er taget fra havnen i Thorlakshøfn og viser fyrtårnet. Grunden til at jeg tog til Island var, at min bror Stefan, havde arrangeret en koncert i Reykjavik hvor hans gymnasiekor sang Queen sange, sammen med tre berømtheder, Eirikur Haukson, Magni Asgeirsson og Hera (hende der kom på anden plads i melody grand prix her i DK). Det var en oplevelse for livet:-)
Nordlysene kom frem kun for mig... hvilket var et dejligt syn. Jeg og Stefan stoppede bilen og nød synet. Jeg var også en tur i byen sammen med Stefan og Anna. Det var rigtig hyggeligt, men jeg havde lidt ondt i maven om søndagen, forstår ikke helt hvorfor..hihi.
Hovedsageligt var jeg ude i den dejlige natur og nød at ligge i svømmehallerne, både i Mosfellsbær og Fludir. Dejligt at ligge i varmt vand udenfor i sne, blæst og kulde! Friskende i hvert fald. Jeg nåede selvfølgelig ikke at besøge alle dem jeg gerne ville, men jeg tager afsted igen til sommer, og så kan jeg se flere af mine dejlige venner og familie.
Nå, jeg tog ikke så mange billeder denne gang da jeg lavede en lille "dokumentar" med mit videokamera i stedet for.
Knus fra mig
Dora

søndag den 15. februar 2009

Vi ser fjernsyn...


Ja, vores søde kat er blevet en del af familien. Her ser han fjernsyn sammen med børnene. Sådan sad den faktisk længe og så en tegnefilm. Hans søster er lidt mere forsigtig, hun skal bare have lidt tid til at vænne sig til os.

Jeg lægger billeder ind snart...

Knus
Posted by Picasa

fredag den 13. februar 2009

Það þarf ekki mikið til að skemmta sér

Þetta er skemmtun að okkar mati. Svona eyðum við öllum helgarfríum..hihi, bara heima með börnunum að leika okkur. Stundum förum við í bíltúra og heimsækjum fjölskyldu og vini, en annrs erum við voða heimakær. Í dag byrjar vetrarfríið og ég er búin að hlakka mikið til. Við förum pottþétt í dýragarðinn, Fosdalen, heimsækjum farmor og farfar, heimsækjum Pia og börnin og förum í langa labbitúra útí fjöru. Þetta verður æðisleg vika!!
Annars er allt fínt hjá okkur, það er víst mikill snjór kominn í Danmörku, en ekki til okkar. Hérna er allt autt og sólin skín, mjög fallegt veður.
Kveðja héðan, og ps. ég er að hætta með facebook. Verð bara hér á blogginu mínu framvegis:-)

Knús
Posted by Picasa

mandag den 9. februar 2009

Hva´??!! Mus? Hvor?!!

Sá hlær best sem síðast hlær!!!!



















Posted by Picasa

søndag den 8. februar 2009

Hvad er galt med dette billede?

Er der noget på billedet som ikke skal være der? En ledetråd: Noget som IKKE hører hjemme i et køkken!!
Knus
Posted by Picasa

torsdag den 5. februar 2009

Hmm

Ég verð að bíða með að breyta um lífsstíl...það er bráðum bolludagurinn:-)

Breyttur lífsstíll

Hæ elsku allir. Hér koma nokkrar línur frá einni sem er búin að ákveða að breyta um lífsstíl. Nú er ég farin að upplifa eins og flestar konur, hvernig það er að vinna fyrir því að halda kílóunum í skefjum. Áður fyrr fékk ég mér bara kaffi og sígó reglulega yfir daginn, en núna...einum og hálfum mánuði eftir að ég er hætt að reykja, geri ég lítið annað en að éta!! Sem þýddi 7 auka kíló fyrstu fjórar vikurnar. Örugglega komin upp í níu kíló núna eða eitthvað álíka...
En núna er ég hætt að borða þessi lifandis ósköp af súkkulaði og öðru óhollum, og borða mikið af ávöxtum og grænmeti. En ég ætla að fara eitt skref lengra í hollustunni og gera yoga tvisvar í viku, klukkutíma í senn. Engan sykur og ekkert hveiti. En ég ætla að leyfa mér einstaka köku í afmælum og svoleiðis:-) Svo þetta er svolítið spennandi.
Ég leyfi ykkur að fylgjast með...
Knús

lørdag den 31. januar 2009

Notalegur laugardagur - dejlig lørdag

Þetta er búið að vera mjög notalegur laugardagur hjá okkur. Við skelltum okkur í sund í morgun, ég, René, Sara og þau litlu. Æðislega gaman. Ég gat synt fjórar ferðir í stóru lauginni, og þá var ég alveg búin á því. Þarf að taka mig á.
Svo stoppuðum við í bakaríi á leiðinni heim og keyptum brauð og köku. Þegar við komum heim, þá beið elsta dóttirin þar ásamt tengdasyni okkar, honum Jeppe. Hann er voða sætur og okkur þykir ósköp vænt um hann. Svo er hann mjög góður við hana Viktoríu okkar, og það skiptir jú mestu máli.
Knús í bili, hafið það sem allra best
Posted by Picasa

tirsdag den 27. januar 2009

Baka baka

Það er sko alltaf gaman að baka pitsu. Eva er reyndar pínu lúmsk, hún borðar allt pepperoniið á meðan hún er að setja á pitsuna. Eitt á pitsu, eitt í munn.
Allt fínt að frétta af okkur í DK, ég er ekki enn komin í gang með verkefnaskrifin, er voða eitthvað löt þessa dagana. Vantar smá spark í rassinn.
Hugurinn er voða mikið á Íslandi þessa dagana, ferlegt að vera með heimþrá, og sérstaklega þegar ástandið er svona slæmt og maður veit að það er vitleysa að huga að heimferð. Jú og svo höfum við það mjög gott hérna...

Kveð að sinni
Posted by Picasa

mandag den 19. januar 2009

Grethe kom í heimsókn

Eva fékk góðan gest frá leikskólanum um daginn. Hún heitir Gréta og er að heimsækja öll börnin í leikskólanum. Það fylgir bók með, og í bókina skrifar maður hvað er búið að gerast í heimsókninni. Mjög gaman að þessu...

Knús í bili.





Posted by Picasa

tirsdag den 13. januar 2009

Óheppin hjón?

Ég veit nú ekki alveg með það, en við erum ansi nálægt því að geta kallað okkur pínu óheppin þessa dagana allavega. Það er búið að ganga svolítið upp og niður hérna, við erum með ömurlegan lækni og það er sko hægara sagt en gert að skipta um lækni hérna þar sem við búum. Ástæðan er sú, að það eru svo margir að flýja læknana í Storvorde að aðrir læknar í nágrenninu eru með yfirfullt og búið að loka fyrir nýja "kúnna". Svo við fundum góðan lækni í miðborg Álaborgar, sem er 16 km frá heimili okkar. Þegar er meira en 15 km til læknisins, þá þarf að fá skriflegt samþykki frá lækninum um, að hann eða hún vilji vera okkar læknir. En það var ekkert mál, ótrúlegt en satt. Svo er það nú þannig að ég er hætt að reykja, og er ótrúlega sátt við það. Í fyrrakvöld ákvað ég að vera góð við fjésið á mér og bar á mig maska. Rosa fín, alveg skjannahvít í framan og þetta átti að vera framan í mér í ca korter. Ég man að ég leit útum gluggann og sá René úti í rigningunni og rokinu, hann var að reyna að losa vörubílinn sinn úr drullumallinu hjá okkur. Þið sem þekkið DK vitið að dönsku vetrarnir eru voða mikið drullumall bara. Svo kom René inn og þurfti mína aðstoð, það eina sem ég átti að gera var að bremsa vörubílinn þegar hann var losnaður úr drullunni. Svo ég dreif mig út og við fyrstu vindhviðu festist allt hárið á mér við andlitið á mér, ég var náttúrulega með þennan fína maska á mér! Oj bara, þvílík klessa. Allavega, vörubíllinn losnaði, ég gat bremsað og svo fór ég inn og skrúbbaði á mér andlitið og þvoði á mér hárið.
Viktoría er búin að vera í vandræðum með buskortið sitt. Allt í einu er það ekki með nógu margar zoner, svo ég fór að kanna það í gærmorgun. Komst ég þá að því að við búum akkúrat á grensunum milli þrjár og fjórar zoner. Svo ef hún tekur skólarútunna héðan, þá er það þrjár zoner (eins og kortið hennar er stimplað sem) en ef hún tekur bussen frá Gudumholm, þá er það fjórar zoner. Fáránlegt. Ekki nóg með það, ég get ekki keypt 4 zoner kort fyrir hana, því heimilisfangið hennar er inni á þremur zonum. Eyddi örugglega tveimur klukkutímum í símanum útaf þessu veseni. Svo fór ég í skólann og gekk bara vel, fór svo til tannlæknisins og vá hvað það var vont. Samt ákvað ég að taka eitt lítið rölt í bænum fyrst ég var þar hvort sem var, vinstri hliðin alveg dofin útaf deyfingunni. Svo fæ ég sms frá Söru. Þá hafði maður frá Nordjyllands trafikselskab (útaf buskortinu) hringt og sagt að frá og með í dag væri enginn bus sem keyrir framhjá húsinu okkar á morgnana. Ó mæ god. Enginn skólabus. Ég stóð í miðbænum, deyfingin var að fara úr tönninni á mér og fékk svo þessar fréttir. Langaði bara að gráta. René dreif sig eftir vinnu að kaupa ljós á hjólið hennar og setja meira loft í dekkin og gera allt klárt fyrir hana. Ekki var hún nú spes ánægð með að þurfa að hjóla til næsta bæjar til að ná skólarútunni, en það gekk nú bara ágætlega. Svo hringdi hún í morgun hálfhlægjandi og sagði að rútan KEYRIR framhjá húsinu okkar. Ég skil hvorki upp né niður í einu né neinu. Ég sat með Söru í morgun við morgunverðarborðið og klukkan fimm mínútur yfir sjö heyrði ég í rútu...og sagði við Söru: "þetta hljómaði alveg eins og skólarútan...og akkúrat á sama tíma líka". Nú þá var þetta barasta skólarútan.
René er hálf pirraður þessa dagana, allt gengur á afturfótunum í vinnunni hjá honum, það gengur kannski vel í klukkutíma og svo dynja óhöppin yfir. Svo hann er orðin þreyttur greyið.
Jæja, þetta var langt blogg en svona er þetta stundum. Og þetta er bara helmingurinn af því sem búið er að ganga á hér síðustu daga, ég geri ykkur það ekki að skrifa meir..þá nennir enginn að lesa bloggið mitt!! Knús í bili

søndag den 11. januar 2009

Jeg og sønnen ude i naturen

Der findes ikke noget bedre end en dejlig gåtur, sammen med en dejlig søn:-) Vi tog en lille tur til Dokkedal, det blæste rigtig meget men det betød ingenting, vi nød det alligevel. Vi snakkede en hel masse og fik røde kinder begge to.
Det er noget man burde gøre hver dag!!
Posted by Picasa

onsdag den 7. januar 2009

Nú skil ég þetta allt saman betur

Rygestop giver gener
Mennesker, der holder op med at ryge, må være forberedt på at møde en del gener - ud over abstinenser - i de første uger efter rygestoppet, advarer britiske eksperter. En til to uger efter et rygestop vil mindst en ud af tre få forkølelse, løbende næse eller ondt i halsen, formentlig på grund af et kortvarigt nedsat immunforsvar. (Berlingske Tidende, 26-02-03)

Ég er að DREPAST í hálsinum!! Líður eins og bráðum hætti ég að ná andanum, þetta er alveg einstaklega óþægilegt. En líður vel að öðru leyti. Fegin að vera hætt að reykja, búin að þyngjast aðeins en það gerir ekkert til...tíundi reyklausi dagurinn í dag:-)

knúsíknús

Fjósið farið...


Jæja, þá er ekki mikið eftir af fjósinu. René byrjaði í gær að rífa það niður, og ég ákvað að skella nokkrum myndum inn í dag, svo þið hin getið séð hvað mikið er búið að gerast síðustu tvo daga:-)
Annars er allt fínt að frétta af okkur, erfitt að byrja aftur að vinna og læra eftir svona langt og gott jólafrí. En ótrúlegt hvað maður er fljótur að snúa sólarhringnum við aftur, tekur bara eina nótt...hehe. Þar sem maður by the way er vakandi og fúll yfir að geta ekki sofnað. Kvöldið eftir er erfitt að halda sér vakandi eftir klukkan átta!

Knús á línuna
Posted by Picasa